Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur í Rosengård tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn í fótbolta.
Rosengård gerði 1-1 jafntefli við Vittsjö á heimavelli sínum. Stigið úr þeim leik var nóg til þess að tryggja Ronsengård sigur í deildinni því þegar ein umferð er eftir eru fjögur stig niður í Gautaborg í öðru sætinu.
Glódís var að sjálfsögðu í byrjunarliði Rosengård en hún er búin að spilla alla leiki liðsins í deildinni.
Þetta er í fyrsta skipti sem Glódís verður Svíþjóðarmeistari en tvisvar hefur hún lent í öðru sæti í deildinni.
Glódís Perla sænskur meistari
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision
Enski boltinn

Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH
Íslenski boltinn




Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn

Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu
Körfubolti