Dæmir hindúum í hag í deilunni um guðshúsin í Ayodhya Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 22:15 Indverjar fylgdust spenntir með fréttum af dómi Hæstaréttar landsins fyrr í dag. Getty Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar. Indland Trúmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira
Hæstiréttur Indlands hefur dæmt á þann veg að heimilt verði að reisa nýtt hindúahof á svæði í bænum Ayodhya sem hindúar og múslimar hafa deilt um um margra alda skeið. 460 ára gömul moska á svæðinu var lögð í rúst af hópi hindúa árið 1992 þegar óeirðir leiddu til dauða um tvö þúsund manna. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn fyrr í dag en harðar deilur hafa staðið um svæðið. Var dæmt að landsvæðið sem deilt er um skuli komið í hendur félags sem muni halda utan um byggingu hindúahofs, háð ákveðnum skilyrðum. Þá skuli tveggja hektara land skammt frá vera komið í hendur múslima, til að reisa þar nýja mosku. Alls dæmdu fimm dómarar í málinu og var dómurinn einróma í afstöðu sinni. Viðurkenndu þeir þó að eyðilegging moskunnar árið 1992 hafi verið ólögleg.Frá eyðileggingu moskunnar árið 1992.GettyAyodhya er að finna í norðurhluta Indlands um 550 kílómetrum austur af höfuðborginni Nýju-Delí. Hindúar fullyrða að Ram – holdgervingur guðsins Vishnu, hafi verið fæddur í Ayodhya og að hof, helgað honum, hafi verið á svæðinu. Babur, fyrsti keisari Mughal-ríkisins svokallaða, hafi hins vegar látið reisa mosku ofan á hofinu á sextándu öld. Hindúar hafa lengi barist fyrir því að láta reisa nýtt hof, á meðan múslimar vilja sjá nýja mosku rísa. Árið 2010 dæmdi dómstóll á lægra dómsstigi að landið, sem deilt er um, skyldi skipt upp í þrjá hluta, þar sem tveir myndu falla hindúum í skaut en einn múslimum. Hindúar áfrýjuðu hins vegar dómnum til Hæstaréttar. Áður en dómurinn var kveðinn upp hvatti Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, til þess að íbúar landsins myndu halda ró sinni. Þá var öryggisgæsla sérstaklega mikil við Hæstarétt í Nýju-Delí og í Ayodhya í dag. Höfðu fimm þúsund hermenn verið sendir á landsvæðið sem deilan stóð um. Um fjórtán prósent íbúa Indlands eru íslamstrúar.
Indland Trúmál Mest lesið Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Innlent Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Erlent Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Innlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Sjá meira