Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. Silfurliðið frá því á síðustu leiktíð, Fram, rúllaði yfir KA/Þór og Afturelding er enn án stiga eftir tap gegn ÍBV á heimavelli.
KA/Þór náði að fylgja Fram fyrstu tólf mínúturnar en þá var staðan jöfn, 6-6. Heimastúlkur gáfu svo í og leiddu 21-10 í hálfleik.
Í síðari hálfleik gengu þær enn frekar á lagið og enduðu á því að skora 43 mörk gegn átján mörkum gestanna frá Akureyri. Lokatölur 43-18.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði ellefu mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir gerðu allar sjö mörk hver. Hafdís Renötudóttir var með 60% markvörslu.
Martina Corkovic var markahæst hjá KA/Þór. Hún gerði sjö mörk en næst kom Martha Hermannsdóttir. Hún gerði þrjú mörk.
Fram er með fjórtán stig á toppi deildarinnar en Valsstúlkur eiga leik til góða gegn HK á morgun. KA/Þór er með átta stig í fjórða sætinu.
Í Mosfellsbæ vann ÍBV átta marka sigur á Aftureldingu, 31-23, eftir að Afturelding hafði verið einu marki yfir í leikhlé, 11-10. Hrun hjá nýliðunum í síðari hálfleik.
Ásta Björt Júlíusdóttir skoraði tólf mörk fyrir Eyjastúlkur og Sunna Jónsdóttir gerði átta.
Þóra María Sigurjónsdóttir skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu og Ragnhildur Hjartardóttir bætti við sex.
Afturelding er á botninum án stiga en ÍBV er með fimm stig í sjötta sæti deildarinnar.
Fram skoraði 43 mörk gegn KA/Þór og ÍBV keyrði yfir Aftureldingu í síðari hálfleik
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn