Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:51 Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára. Vísir/getty Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Fleiri fréttir Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Sjá meira