

Svona fólk og Samtökin '78
Svona fólk hefur strax haft umtalsverð áhrif, eins og afsökunarbeiðni biskups Íslands í vikunni ber merki um. Almennt er fólk meðvitaðra um þann sársauka sem áratugalöng þöggun og djúpstæðir fordómar hafa valdið hommum og lesbíum. Þessi vitundarvakning nær ekki síst til yngra hinsegin fólks eins og okkar, sem sér þarna ljóslifandi hvernig tilveran var á þeim árum þar sem ekki var hægt að koma út úr skápnum sem samkynhneigður einstaklingur án þess að eiga von á því að verða fyrir aðkasti, útskúfun og ofbeldi.
Samtökin ‘78 leika stórt hlutverk í þáttunum. Okkur undirrituðum, sem vorum ekki fædd þegar Samtökin voru stofnuð, hefur Svona fólk veitt einstakt tækifæri til að fá innsýn í upphafsár þess félags sem við vinnum fyrir frá degi til dags. Við þökkum Hrafnhildi fyrir það ómetanlega framlag til varðveitingar sögu Samtakanna ‘78 sem þáttaröðin í heild sinni er.
Í gegnum árin hefur félagsfólk Samtakanna ‘78 oft tekist á, meðal annars um inngöngu tvíkynhneigðra og síðar trans fólks í félagið. Síðustu mínútur fimmta og síðasta þáttar Svona fólks lýsa síðan þeim átökum sem brutust út innan Samtakanna ‘78 árið 2016, frá sjónarhorni Hrafnhildar. Það sést af þættinum sjálfum og þeim umræðum sem hafa spunnist um hann á samfélagsmiðlum og víðar, að sárin sem opnuðust beggja megin í deilunni um hagsmunaaðild BDSM á Íslandi eru enn ekki gróin um heilt. Mörg miður falleg orð voru látin falla utan og innan Samtakanna ‘78 á þessum tíma og margt fólk, sama hvar það stóð í málinu, situr sárt eftir.
Ljóst er að umræðan var afar særandi fyrir þær kynslóðir homma og lesbía sem höfðu vaðið eld og brennistein til þess eins að fá að vera þau sjálf. Þetta vitum við og skiljum enn betur þökk sé Svona fólki. Fyrir okkur undirrituð, sem nú erum í forsvari fyrir Samtökin ‘78, er ömurlegt að hugsa til þess að sumt fólk upplifi sig ekki lengur velkomið í þeim félagasamtökum sem þau stofnuðu sjálf og vörðu árum og áratugum í að viðhalda og hlúa að. Það er óásættanleg staða sem við viljum svo sannarlega bæta úr.
Um leið og við horfumst í augu við þennan vanda viljum við árétta að Samtökin ‘78 vinna enn fyrir homma og lesbíur. Við gætum hagsmuna samkynhneigðra í hvívetna gagnvart hinu opinbera. Stór hluti þeirra sem nýta sér gjaldfrjálsa og faglega ráðgjafaþjónustu Samtakanna ‘78 eru hommar og lesbíur. Mörg þeirra hátt í hundrað ungmenna á aldrinum 13-17 ára sem nú sækja hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar eru samkynhneigð. Tveir af þremur starfsmönnum Samtakanna eru samkynhneigðir og fjórir af sjö stjórnarmeðlimum. Hommar og lesbíur eru enn mikilvægur hluti af Samtökunum ‘78 þótt þau hafi frá árinu 2009 borið undirtitilinn Félag hinsegin fólks á Íslandi. Aðrir hópar hafa einfaldlega fengið sæti við borðið að auki. Af því erum við stolt.
Fleira fólk en nokkru sinni fyrr finnur stuðning og athvarf í Samtökunum ‘78 og það er von okkar að Samtökin ‘78 muni gegna mikilvægu hlutverki fyrir allt hinsegin fólk á Íslandi um ókomin ár. Á sama tíma og við fögnum því hversu fjölbreytt og sterk við erum í sameinaðri hinsegin baráttu, þá munum við þá staðreynd að barátta homma og lesbía ruddi brautina fyrir alla hina hópana sem á eftir komu. Við vonum að þau sem voru fyrst til þess að rjúfa þögnina á sínum tíma finni, þrátt fyrir allt sem á undan er gengið, til stolts yfir fallega regnboganum sem barátta þeirra átti þátt í að skapa.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ‘78
Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
Skoðun

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar