Tyrkir hóta að senda ISIS fanga aftur til Evrópu Eiður Þór Árnason skrifar 3. nóvember 2019 11:15 Suleyman Soylu gagnrýndi aðgerðarleysi Evrópuþjóða. Getty/Anadolu Agency Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn. Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrklands, lýsti því yfir í gær að handsamaðir meðlimir hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) verði sendir aftur til heimalanda sinna. Soylu gagnrýndi í sömu andrá aðgerðarleysi Evrópuríkja í málefnum fanganna. Fangarnir sem höfðu margir hverjir sloppið úr fangageymslum í Sýrlandi voru handsamaðir aftur af Tyrkjum eftir að umdeildar hernaðaraðgerðir þeirra hófust í norðausturhluta Sýrlands. Innanríkisráðherrann lét hafa eftir sér að Tyrkir væru ekki að reka „hótel fyrir meðlimi ISIS.“ „Við munum senda handsömuðu ISIS meðlimina aftur til sinna landa,“ bætti Soylu við. Mörgum Evrópuþjóðum hefur reynst erfitt að eiga við það hvernig skuli taka á móti hermönnum samtakanna og fjölskyldum þeirra þegar fólkið snýr aftur frá átakasvæðum í Írak og Sýrlandi. Sum ríki, á borð við Frakkland og Bretland, hafa fram að þessu neitað að taka aftur við bardagamönnum samtakanna og eiginkonum þeirra en gert undantekningar fyrir börn.
Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40 Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47 Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Minnst 13 féllu þegar bílsprengja sprakk í Sýrlandi Þrettán fórust þegar bílsprengja sprakk í borginni Tal Abyad í norðurhluta Sýrlands í dag. Þetta staðfestir varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Allir þeir sem létust voru almennir borgarar og talið er að tuttugu aðrir hafi særst. 2. nóvember 2019 16:40
Ætla ekki að herja á Kúrda í bili Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, komust í gær að samkomulagi sem þeir kalla sögulegt. 23. október 2019 08:47
Ætlar að mylja Kúrda yfirgefi þeir ekki öryggissvæðið Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að herafli sinn muni gera út af við meðlimi Sýrlenska lýðræðishersins, SDF, yfirgefi þeir ekki "öryggissvæðið“ svokallaða í norðausturhluta Sýrlands. 24. október 2019 14:14
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21