Um var að ræða Selmu Björnsdóttur og Jóhann Gunnar Arnarsson sem bæði verða dómarar í annarri seríu af Allir geta dansað sem hefja göngu sína í þessum mánuði á Stöð 2.
Akureyringarnir Guðmundur Benediktsson og Jóhann Gunnar voru saman í liði og Eva Laufey og Selma mynduðu teymi.
Þegar liðin matreiddu forréttinn kom upp mjög svo áhugavert augnablik þegar Selma kom potti fyrir ofan í vaski.
Potturinn hafði verið á hellunni og því heitur. Úr varð sprenging og skvettist vökvinn upp í loft. Heldur betur athyglisvert eins og sjá má hér að neðan.