Enski markahrókurinn Harry Kane skráði sig á spjöld sögunnar hjá enska landsliðinu þegar hann skoraði annað mark Englands í 0-4 sigri á Kosovo í síðasta leik enska liðsins í A-riðli undankeppni EM 2020.
Þetta var tólfta mark Kane í undankeppninni en hann skoraði í öllum átta leikjum Englands í riðlinum.
England sýndi algjöra yfirburði og vann sjö leiki, alla mjög örugglega en eini tapleikur liðsins kom í Tékklandi þar sem Kane skoraði eina mark Englands í 2-1 tapi.
Kane er í sjötta sæti yfir markahæstu landsliðsmenn Englands frá upphafi með 32 mörk í 45 leikjum og verður að teljast líklegur til að ná markametinu af Wayne Rooney sem skoraði 53 mörk í 120 leikjum á landsliðsferli sínum.
Fyrstur til að skora í öllum leikjum undankeppninnar
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið

„Hann er tekinn út úr leiknum“
Körfubolti


„Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“
Körfubolti

Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér
Íslenski boltinn

Valur einum sigri frá úrslitum
Handbolti


Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð
Íslenski boltinn

Fyrsta deildartap PSG
Fótbolti

„Hér verður enginn í hættu, það er loforð“
Íslenski boltinn
