Mexíkó komst yfir á 66.mínútu en Brassarnir náðu að koma til baka. Jöfnuðu metin úr vítaspyrnu á 84.mínútu og á fjórðu mínútu uppbótartíma tryggði Lazaro Vinicius Marques þeim sigurinn.
Besti leikmaður mótsins var Gabriel Veron, sem leikur með Brasilíu en allir leikmenn brasilíska liðsins eru á mála hjá félagsliðum í heimalandinu. Franska ungstirnið Adil Aouchiche, sem er á mála hjá PSG, var valinn næstbesti leikmaður mótsins en Frakkar enduðu í 3.sæti.
Þetta er í fjórða sinn sem þessi mikla knattspyrnuþjóð verður heimsmeistari í þessum aldursflokki en það gerðist síðast árið 2003. Aðeins ein þjóð hefur oftar orðið heimsmeistari U17 ára en það eru Nígeríumenn sem hafa unnið keppnina fimm sinnum.
#U17TD ¡Lazaro ed volea le da la vuelta al marcador y sentencia el encuentro!
— Telemundo Deportes (@TelemundoSports) November 17, 2019
México 1-2 Brasil pic.twitter.com/7UXxX2ocHG