Valur minnkaði forskot Fram á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta niður í eitt stig með sigri á Aftureldingu, 19-27, í síðasta leik 9. umferðar. Afturelding er án stiga á botni deildarinnar.
Líkt og í fyrsta leik liðanna á tímabilinu lék Afturelding vel lengst af í fyrri hálfleik.
Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kom Roberta Ivanauskaite Aftureldingu yfir, 12-11. Þá tók Valur við sér, skoraði fimm mörk gegn einu og leiddi með þremur mörkum í hálfleik, 13-16.
Valskonur skoruðu fyrstu tvö mörkin í seinni hálfleik og komust fimm mörkum yfir. Mosfellingar gáfust ekki upp, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í 17-19.
Valur svaraði með þremur mörkum í röð og náði aftur heljartaki á leiknum. Undir lokin jókst munurinn á liðunum og á endanum munaði átta mörkum á þeim, 19-27.
Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með níu mörk. Ásdís Þóra Ágústsdóttir skoraði sjö mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir fimm.
Ivanauskaite skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu.
Valur seig fram úr undir lokin
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti



„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti