Hafnar áhrifum Rússa á kosningar Ari Brynjólfsson skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Johnson setti sig í stellingar Winstons Churchill, forvera síns í embætti, þegar hann heimsótti sælgætisverksmiðju í gær. Nordicphotos/Getty Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Bretland Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir engar sannanir fyrir því að Rússar hafi haft einhver áhrif á bresk stjórnmál. Johnson var í beinni útsendingu hjá breska ríkisútvarpinu BBC í gær þar sem hann svaraði innhringjendum. Fengust þá svör við ýmsum spurningum. Var hann meðal annars spurður hvers vegna skýrsla leyniþjónustunefndar breska þingsins væri ekki birt fyrir þingkosningarnar 12. desember næstkomandi. Í skýrslunni hefur verið sagt að greint verði frá gögnum bresku leyniþjónustunnar um að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu árið 2016. Einnig að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þingkosningarnar 2017. Skýrslan hefur verið tilbúin síðan í mars og er nú í yfirlestri á skrifstofu forsætisráðherrans. Dominic Grieve, formaður leyniþjónustunefndarinnar, hefur hvatt til að skýrslan yrði birt fyrir kosningar þar sem innihaldið skipti kjósendur máli. Hillary Clinton, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, hefur einnig hvatt til að skýrslan yrði birt. Johnson svaraði þessu rólega og sagði þetta ferli eðlilegt. „Það er engin ástæða til að breyta hefðbundnu verkferli og birta þessa skýrslu bara af því að það eru kosningar,“ sagði Johnson. Hann varaði við því að stimpla Rússa sem einhver illmenni og vísaði því á bug að Rússar hefðu haft áhrif á kosningar í Bretlandi. „Það eru engar sannanir fyrir því og þú þarft að fara varlega. Það er ekki hægt að kasta rýrð á alla sem koma frá ákveðnu landi, bara vegna þjóðernis þeirra.“ Johnson hafnaði sögusögnum um að hann hefði boðið Nigel Farage, leiðtoga Brexit-flokksins, aðalstign í skiptum fyrir að afturkalla frambjóðendur í mikilvægum kjördæmum. Hann var þá spurður hvort kjósendur gætu samsamað sig með honum. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði Johnson. „Það er bara almenningur sem metur það. Þetta er örugglega erfiðasta spurning sem ég hef fengið.“ Talið barst þá að börnunum hans og hvort þau væru í einkaskóla. „Ég ræði ekki um börnin mín opinberlega. Staðhæfingar um að börnin mín hafi aldrei farið í opinbera skóla eru rangar,“ sagði Johnson. „Ég vil að allir okkar skólar séu frábærir og ég vil að öll börn hafi sömu tækifærin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kosningar í Bretlandi Rússland Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira