Kyrrsetning eigna sé vel þekkt úrræði í sakamálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:25 Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir heimildir um kyrrsetningu eigna vel þekkt úrræði í sakamálum. Vísir/Vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðaleiganda Samherja, Þorstein Má Baldvinsson og settan forstjóra fyrirtækisins, Björgólf Jóhannsson hafa í frammi ýkjur þegar þeir fullyrða um áhrif kyrrsetningar eigna á fyrirtækið. Eftir að Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks sviptu hulunni af meintum brotum Samherja í Namibíu sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að það þyrfti að frysta eignir Samherja á meðan á rannsókn málsins stendur. Í gær stigu bæði Þorsteinn Már og Björgólfur fram og fullyrtu um þá skaðsemi sem Samherji myndi hljóta ef gripið yrði til heimilda um kyrrsetningu eigna. Í samtali við fréttastofu sagðist Þorsteini blöskra umræðan. Hátt í átta hundruð manns starfaði hjá Samherja sem væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“. „Þegar fólk er farið að krefjast þess á þingi að kyrrsetja eignir félagsins þá þýðir það náttúrulega að það er verið að krefjast þess að fyrirtækið verði stoppað,“ sagði Þorsteinn Már. Björgólfur tók í sama streng og Þorsteinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær og sagði fólk þurfa að gæta orða sinna. „Frysting eigna hjá svona fyrirtæki þýðir bara eitt. Þeir sem fara fram á það átta sig á því,“ sagði Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/SigurjónKyrrsetning þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála Sveinn Andri segir að fullyrðingar stjórnenda Samherja séu hæpnar. Hann sé verjandi til margra áratuga og unnið með þessar heimildir um langt skeið fyrir umbjóðendur hans. Kyrrsetning sé þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála sem megi rekja aftur til ársins 1838. Heimildina er að finna í 88. grein laga um meðferð sakamála. Sveinn Andri segir að síðastliðin ár hafi þróunin verið sú að heimild til kyrrsetningar hefur rýmkast. „En það sem þetta snýst fyrst og fremst um og gæti verið heimfært mögulega upp á svona tilvik sem þarna eru til umfjöllunar tengist 69. grein hegningarlaga sem fjallar um heimildir fyrir dómara til þess að kveða á um upptöku ávinnings af brotastarfsemi og í 88. grein sakamálalaga er síðan úrræði fyrir ákæruvald og lögreglu til þess að kyrrsetja eignir, ætlaðra sakamanna til þess að tryggja það að þær verði til staðar þegar dómur er kveðinn upp og að það sé hægt að framfylgja þessu ákvæði hegningarlaganna um upptöku ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem útskýrir nánar. „Með þessu er þá verið að vísa til verðmæta sem verða til við afbrot og þetta hefur síðan í áranna rás verið víkkað dálítið út, þetta hugtak,“ segir Sveinn Andri og vísar til efnahagsbrota. „Í tilvikum þar sem er um mikil og stór efnahagsbrot að ræða þá eru heimildir að sjálfsögðu fyrir lögrelgu, telji hún ástæðu til þess að tryggja sína hagsmuni, að kyrrsetja einhverjar tilteknar eignir til að tryggja upptöku ætlaðs ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem bendir á að úrræðið hafi talvert verið notað í kjölfar bankahrunsins. En myndi slíkt úrræði þýða stöðvun á rekstri? Gjaldþrot og uppsagnir?„Nei, nei. Alls ekki. Þetta þarf ekki að vera að slíku umfangi að það stöðvi rekstur fyrirtækis. Þarna þarf að fara fram mat hjá lögrelgu og ákæruvaldi, hvað ætla megi að umfang brotastarfsemi sé og hvað ætla megi að afrakstur hennar sé mikill,“ segir Sveinn Andri. „Segjum að lögregla komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað tiltekið fyrirtæki, sem liggur undir grun um ólögmæta starfsemi, hafi hagnast um, segjum bara, milljarð á þeirri ólöglegu starfsemi. Það séu þá áform lögrelgu um upptöku eigna eða þess ávinnings sem nemur þeirri fjárhæð og þá myndi kyrrsetning alltaf verða á þeirri fjárhæð“. Samherji sé stórfyrirtæki og því ólíklegt að reksturinn myndi stöðvast. „Það get ég ekki ímyndað mér, það gengur ekki upp. Sérstaklega í tilfelli risafyrirtækis en vissulega getur þetta verið, ef fyrirtækið er lítið þar sem kannski er um umsvifamikla ólögmæta starfsemi að ræða þá gæti fræðilega séð kyrrsetning stöðvað starfsemina en ég gef mér það nú að hin ætlaða ólögmæta starfsemi sem þarna er verið að vísa til í umræðunni að hún sé nú það afmörkuð að það myndi ekki stöðva rekstur fyrirtæksisins, það eru nú dálítið miklar ýkjur.“ Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, segir aðaleiganda Samherja, Þorstein Má Baldvinsson og settan forstjóra fyrirtækisins, Björgólf Jóhannsson hafa í frammi ýkjur þegar þeir fullyrða um áhrif kyrrsetningar eigna á fyrirtækið. Eftir að Kveikur, Stundin, Al Jazeera og Wikileaks sviptu hulunni af meintum brotum Samherja í Namibíu sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að það þyrfti að frysta eignir Samherja á meðan á rannsókn málsins stendur. Í gær stigu bæði Þorsteinn Már og Björgólfur fram og fullyrtu um þá skaðsemi sem Samherji myndi hljóta ef gripið yrði til heimilda um kyrrsetningu eigna. Í samtali við fréttastofu sagðist Þorsteini blöskra umræðan. Hátt í átta hundruð manns starfaði hjá Samherja sem væri ekki „sálarlaust fyrirtæki“. „Þegar fólk er farið að krefjast þess á þingi að kyrrsetja eignir félagsins þá þýðir það náttúrulega að það er verið að krefjast þess að fyrirtækið verði stoppað,“ sagði Þorsteinn Már. Björgólfur tók í sama streng og Þorsteinn í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í gær og sagði fólk þurfa að gæta orða sinna. „Frysting eigna hjá svona fyrirtæki þýðir bara eitt. Þeir sem fara fram á það átta sig á því,“ sagði Björgólfur.Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja, og Þorsteinn Már Baldvinsson, fráfarandi forstjóri, á Dalvík í gær.Vísir/SigurjónKyrrsetning þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála Sveinn Andri segir að fullyrðingar stjórnenda Samherja séu hæpnar. Hann sé verjandi til margra áratuga og unnið með þessar heimildir um langt skeið fyrir umbjóðendur hans. Kyrrsetning sé þekkt úrræði í lögum um meðferð sakamála sem megi rekja aftur til ársins 1838. Heimildina er að finna í 88. grein laga um meðferð sakamála. Sveinn Andri segir að síðastliðin ár hafi þróunin verið sú að heimild til kyrrsetningar hefur rýmkast. „En það sem þetta snýst fyrst og fremst um og gæti verið heimfært mögulega upp á svona tilvik sem þarna eru til umfjöllunar tengist 69. grein hegningarlaga sem fjallar um heimildir fyrir dómara til þess að kveða á um upptöku ávinnings af brotastarfsemi og í 88. grein sakamálalaga er síðan úrræði fyrir ákæruvald og lögreglu til þess að kyrrsetja eignir, ætlaðra sakamanna til þess að tryggja það að þær verði til staðar þegar dómur er kveðinn upp og að það sé hægt að framfylgja þessu ákvæði hegningarlaganna um upptöku ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem útskýrir nánar. „Með þessu er þá verið að vísa til verðmæta sem verða til við afbrot og þetta hefur síðan í áranna rás verið víkkað dálítið út, þetta hugtak,“ segir Sveinn Andri og vísar til efnahagsbrota. „Í tilvikum þar sem er um mikil og stór efnahagsbrot að ræða þá eru heimildir að sjálfsögðu fyrir lögrelgu, telji hún ástæðu til þess að tryggja sína hagsmuni, að kyrrsetja einhverjar tilteknar eignir til að tryggja upptöku ætlaðs ávinnings,“ segir Sveinn Andri sem bendir á að úrræðið hafi talvert verið notað í kjölfar bankahrunsins. En myndi slíkt úrræði þýða stöðvun á rekstri? Gjaldþrot og uppsagnir?„Nei, nei. Alls ekki. Þetta þarf ekki að vera að slíku umfangi að það stöðvi rekstur fyrirtækis. Þarna þarf að fara fram mat hjá lögrelgu og ákæruvaldi, hvað ætla megi að umfang brotastarfsemi sé og hvað ætla megi að afrakstur hennar sé mikill,“ segir Sveinn Andri. „Segjum að lögregla komist að þeirri niðurstöðu að eitthvað tiltekið fyrirtæki, sem liggur undir grun um ólögmæta starfsemi, hafi hagnast um, segjum bara, milljarð á þeirri ólöglegu starfsemi. Það séu þá áform lögrelgu um upptöku eigna eða þess ávinnings sem nemur þeirri fjárhæð og þá myndi kyrrsetning alltaf verða á þeirri fjárhæð“. Samherji sé stórfyrirtæki og því ólíklegt að reksturinn myndi stöðvast. „Það get ég ekki ímyndað mér, það gengur ekki upp. Sérstaklega í tilfelli risafyrirtækis en vissulega getur þetta verið, ef fyrirtækið er lítið þar sem kannski er um umsvifamikla ólögmæta starfsemi að ræða þá gæti fræðilega séð kyrrsetning stöðvað starfsemina en ég gef mér það nú að hin ætlaða ólögmæta starfsemi sem þarna er verið að vísa til í umræðunni að hún sé nú það afmörkuð að það myndi ekki stöðva rekstur fyrirtæksisins, það eru nú dálítið miklar ýkjur.“
Lögreglumál Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Kallar eftir því að eignir Samherja verði frystar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að ekkert annað komi til greina í hennar huga en að eignir sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja verði frystar á meðan héraðssaksóknari hefur málið til rannsóknar. 13. nóvember 2019 14:06
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02