Auður Karitas Þórhallsdóttir hefur verið ráðin vefstjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Origo.
Í tilkynningu frá Origo segir að hlutverk Auðar muni meðal annars felast í ritstýringu, stefnumótun og samþættingu skilaboða fyrir ytri vef Origo og samfélagsmiðla félagsins.
„Hún hefur mikla reynslu af vef- og markaðsmálum en hún starfaði í rúm 13 ár hjá Sýn. Þar ritstýrði hún meðal annars ytri vefsvæðunum syn.is, vodafone.is og stod2.is Auður er með B.A. í félagsfræði frá Háskóla Íslands.
Auður er í sambúð með Jóni Þór Þórarinssyni landsliðsþjálfara í júdó og saman eiga þau 2 börn.
Helstu áhugamál hennar er hönnun, listir og matargerð,“ segir tilkynningunni.
Auður nýr vefstjóri Origo
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað
Viðskipti innlent

Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf

Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims
Viðskipti erlent


Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn
Viðskipti erlent

Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð
Viðskipti erlent


Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör
Viðskipti erlent
