„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert“ Atli Ísleifsson skrifar 28. nóvember 2019 14:48 Stefán Einar Stefánsson, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðinu, og Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. „Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira
„Ég hef ekkert við Stefán Einar að segja. Ekkert.“ Þetta segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, um færslu Stefáns Einars Stefánssonar, viðskiptablaðamanns á Morgunblaðinu, á Facebook þar sem hann tengir uppsagnir á Morgunblaðinu í dag við verkfallsaðgerðir Blaðamannafélagsins. Hjálmar segist ekki hafa séð umrædda færslu en að hann hefði ekkert við Stefán Einar að tala. Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum en í hópi þeirra eru blaðamenn sem hafi starfað hjá fyrirtækinu um margra ára skeið. Hjálmar segir uppsagnirnar hörmulegar og málið þyngri en tárum taki. „Þetta er því miður framhald á þróun sem hefur verið í gangi síðustu árin. Það er búið að vera viðvarandi tap þarna. Það er þannig að ég er búinn að upplifa þetta alltof oft áður. Það er bara þannig,“ segir Hjálmar.Þriðja vinnustöðvunin á morgun Samninganefnd blaðamanna og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun og lauk honum án samkomulags. Stefnir því allt í vinnustöðvun vefblaðamanna sem eru félagsmenn í Blaðamannafélaginu á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV í tólf tíma, frá 10 til 22. Í fyrri tveimur verkfallsaðgerðum BÍ hafa yfirmenn, samstarfsmenn og verktakar gengið í störf vefblaðamanna Mbl. Hafa vefblaðamenn lýst yfir vonbrigðum með vinnubrögð þeirra.Höfuðstöðvar Morgunblaðsins í Hádegismóum.Vísir/VilhelmSkýr skilaboð blaðamanna til sinna atvinnurekanda Um samningafundinn í morgun segir Hjálmar að honum hafi lokið með því að samningsaðilar hafi verið sammála um að vera ósammála. „Það er nýr fundur á þriðjudaginn kemur. Það er óbreytt afstaða hjá þeim. Við erum búin að bera þann kjarasamning undir félagsmenn og honum var hafnað. Þrír fjórðu felldu hann. Við berum ekki sama samninginn upp tvisvar. Það liggur alveg skýrt fyrir skilaboð frá blaðamönnum til sinna atvinnurekanda og óskiljanlegt að menn skuli ekki skilja það,“ segir Hjálmar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Fleiri fréttir Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Sjá meira
Fjölmargir reynsluboltar missa vinnuna hjá Morgunblaðinu Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, Mbl.is og K100, stendur í uppsögnum í dag. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að um fimmtán manns missi vinnuna og dreifist uppsagnir á alla miðla Árvakurs. 28. nóvember 2019 11:39