Björgvin Páll Gústavsson átti stórleik í marki Skjern sem hafði betur gegn Sönderjyske í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Björgvin Páll átti góðan leik í fyrri hálfleik en lokaði svo markinu í þeim seinni og endaði með 16 bolta varna og 40 prósenta markvörslu, þar af varði hann eitt vítaskot.
Elvar Örn Jónsson átti líka mjög góðan leik fyrir Skjern, en hann skoraði fimm mörk og var markahæstur ásamt Jesper Konradsson og Bjarte Myrhol.
Leikurinn endaði 30-25 fyrir Skjern en gestirnir í Sönderjyske höfðu verið marki yfir í hálfleik, 14-15. Í liði Sönderjyske skoraði Arnar Birkir Hálfdánsson tvö mörk og Sveinn Jóhannsson gerði eitt.
Topplið Álaborgar vann sannfærandi sigur á Nordsjælland 32-25 á útivelli.
Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk fyrir Álborg og gaf þrjár stoðsendingar.
Gestirnir frá Álaborg voru yfir allan leikinn, fyrir utan blábyrjunina og var sigur þeirra aldrei í hættu.
Björgvin lokaði markinu í seinni hálfleik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn

Leik lokið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram
Íslenski boltinn


Rekinn út af eftir 36 sekúndur
Handbolti

Neymar fór grátandi af velli
Fótbolti

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
Íslenski boltinn

Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool
Enski boltinn