Sancho, sem fór á kostum hjá Dortmund á síðustu leiktíð, er sagður vera hugsa sér til hreyfings en þessi nítján ára gamli Englendingur ólst upp hjá Watford og Manchester City.
Hann náði ekki að brjótast í gegn hjá City og fór því til Dortmund árið 2017 þar sem hann var frábær í fyrra. Nú eru mörg stærstu lið Evrópu vera horfa hýru auga til hans.
Manchester United vill meina að þeir leiði kapphlaupið um Sancho, samkvæmt heimildum Telegraph, en grannarnir í Liverpool sem og grannarnir á Spáni, Real Madrid og Barcelona, eru einnig vilja fá Sancho.
Manchester United believe they remain the frontrunners to sign Jadon Sancho next year, despite interest from Liverpool, Real Madrid and Barcelona in the Dortmund winger. (Source: Telegraph) pic.twitter.com/Wp4gtF6gMT
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) November 27, 2019
Dortmund mætir Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld á útivelli.