Þrír fyrrverandi sigurvegarar taka þátt í Melodifestivalen Atli Ísleifsson skrifar 26. nóvember 2019 12:24 Hjartaknúsarinn og Íslandsvinurinn Robin Bengtsson tekur þátt á ný. Getty Sænska ríkissjónvarpið kynnti í morgun hverjir munu taka þátt í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision, á næsta ári. Í hópi þátttakenda eru þrír sem hafa áður keppt fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision. Hjartaknúsarinn Robin Bengtsson, sem var fulltrúi Svía árið 2017 með lagið I Can‘t Go On, tekur þátt að nýju en hann mun syngja lagið Take a Chance. Bengtsson hafnaði í fimmta sæti Eurovision árið 2017 en þá fór keppnin fram í Úkraínu.Annar fyrrverandi fulltrúi Svíþjóðar sem tekur þátt í Melodifestivalen á næsta ári er Anna Bergendahl. Hún söng lagið This Is My Life árið 2010, en hún komst þá ekki upp úr undanúrslitariðlinum sem þótti mikill skandall í Svíþjóð, enda fáar þjóðir sem leggja jafnmikið í keppnina og einmitt Svíar. Hún syngur nú lagið Kingdom Come.Þá má einnig nefna söngkonuna Nanne Grönvall sem flytur lagið Carpool Karaoke. Hún er margreynd í sænsku söngvakeppninni og kom fram með sveitinni One More Time árið 1996 og laginu Den vilda. Íslendingar kannast vel við það lag þar sem Dansaðu vindur í flutningi Eivarar Pálsdóttur er íslensk útgáfa af laginu. Alls taka 28 lög þátt í Melodifestivalen að þessu sinni. Verður keppt í fjórum undanúrslitariðlum, auk þess að nokkur lög, sem ekki komust beint í úrslit, fá annað tækifæri í sérstökum þætti. Úrslitakövldið fer svo fram 7. mars 2020. Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25 Myndarlegasti Eurovision-keppandinn tók kósýhelgi á Íslandi með ástinni sinni Robin Bengtsson mun flytja framlag Svía í Eurovision í Kænugarði í maí en hann bar sigur úr býtum í Melodifestivalen. 27. mars 2017 15:15 Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið kynnti í morgun hverjir munu taka þátt í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Eurovision, á næsta ári. Í hópi þátttakenda eru þrír sem hafa áður keppt fyrir hönd Svíþjóðar í Eurovision. Hjartaknúsarinn Robin Bengtsson, sem var fulltrúi Svía árið 2017 með lagið I Can‘t Go On, tekur þátt að nýju en hann mun syngja lagið Take a Chance. Bengtsson hafnaði í fimmta sæti Eurovision árið 2017 en þá fór keppnin fram í Úkraínu.Annar fyrrverandi fulltrúi Svíþjóðar sem tekur þátt í Melodifestivalen á næsta ári er Anna Bergendahl. Hún söng lagið This Is My Life árið 2010, en hún komst þá ekki upp úr undanúrslitariðlinum sem þótti mikill skandall í Svíþjóð, enda fáar þjóðir sem leggja jafnmikið í keppnina og einmitt Svíar. Hún syngur nú lagið Kingdom Come.Þá má einnig nefna söngkonuna Nanne Grönvall sem flytur lagið Carpool Karaoke. Hún er margreynd í sænsku söngvakeppninni og kom fram með sveitinni One More Time árið 1996 og laginu Den vilda. Íslendingar kannast vel við það lag þar sem Dansaðu vindur í flutningi Eivarar Pálsdóttur er íslensk útgáfa af laginu. Alls taka 28 lög þátt í Melodifestivalen að þessu sinni. Verður keppt í fjórum undanúrslitariðlum, auk þess að nokkur lög, sem ekki komust beint í úrslit, fá annað tækifæri í sérstökum þætti. Úrslitakövldið fer svo fram 7. mars 2020.
Eurovision Svíþjóð Tengdar fréttir Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25 Myndarlegasti Eurovision-keppandinn tók kósýhelgi á Íslandi með ástinni sinni Robin Bengtsson mun flytja framlag Svía í Eurovision í Kænugarði í maí en hann bar sigur úr býtum í Melodifestivalen. 27. mars 2017 15:15 Mest lesið Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Tíska og hönnun Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Robin Bengtsson kemur fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar Sænski söngvarinn og Íslandsvinurinn Robert Bengtsson mun koma fram á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í ár, forkeppni RÚV fyrir Eurovision. 24. janúar 2018 21:25
Myndarlegasti Eurovision-keppandinn tók kósýhelgi á Íslandi með ástinni sinni Robin Bengtsson mun flytja framlag Svía í Eurovision í Kænugarði í maí en hann bar sigur úr býtum í Melodifestivalen. 27. mars 2017 15:15