Hagi mætir á Laugardalsvöll rúmum 20 árum eftir að pabbi hans fór illa með okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2019 14:01 Hagi-feðgarnir eru báðir númer tíu. vísir/getty Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000. EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Gheorghe Hagi, besti fótboltamaður Rúmeníu, fór illa með Ísland þegar liðin mættust í undankeppni HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4-0 og Hagi skoraði þrjú af átta mörkum Rúmena í leikjunum tveimur. Á þessum tíma voru Rúmenar með eitt besta lið heims.Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2020 26. mars á næsta ári. Það verður fyrsti leikur liðanna síðan 1997. Einn af bestu ungu leikmönnum Rúmeníu er Ianis Hagi, sonur áðurnefnds Gheorghes Hagi. Strákurinn fæddist 22. október 1998 í Istanbúl þar sem faðir hans lék með Galatasary.Ianis Hagi er ein skærasta stjarna rúmenska landsliðsins.vísir/gettyIanis Hagi er framliggjandi miðjumaður eins og pabbi sinn og leikur í treyju númer tíu hjá landsliðinu eins og hann. Hagi yngri hóf ferilinn hjá Viitorul Constanța, félagi sem Gheorghe Hagi stofnaði 2009. Hagi hefur þjálfað Viitorul Constanța síðan 2014. Þess má geta að Gheorghe Popescu, fyrrverandi samherji Hagis í rúmenska landsliðinu og hjá Barcelona, er stjórnarformaður félagsins. Hagi yngri fór til Fiorentina þar sem hann fékk fá tækifæri. Hann sneri aftur til Viitorul Constanța 2018 en fór svo til Genk í Belgíu í sumar. Hann hefur leikið með liðinu í Meistaradeild Evrópu í vetur. Ianis Hagi hefur leikið tíu A-landsleiki fyrir Rúmeníu og verður væntanlega í rúmenska liðinu sem kemur til Íslands í lok mars á næsta ári. Hann var í lykilhlutverki í rúmenska U-21 árs landsliðinu sem komst í undanúrslit á EM í sumar.Gheorghe Hagi í leik gegn Argentínu á HM 1994. Þar komst Rúmeníu í 8-liða úrslit.vísir/gettySvo gæti reyndar farið að Hagi-feðgarnir verði báðir á Laugardalsvellinum. Rúmenía er án landsliðsþjálfara og Gheorghe Hagi hefur verið orðaður við stöðuna. Hann stýrði rúmenska landsliðinu í fjórum leikjum 2001. Gheorghe Hagi, sem var stundum kallaður Maradona Karpatafjallanna, lék 124 landsleiki á árunum 1983-2000 og skoraði 35 mörk. Hann er markahæsti landsliðsmaður Rúmeníu ásamt Adrian Mutu. Hagi lék með rúmenska landsliðinu á þremur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum. Hagi er einn fárra leikmanna sem hafa bæði leikið með Barcelona og Real Madrid. Síðustu ár ferilsins lék hann með Galatasary þar sem hann varð fjórum sinnum tyrkneskur meistari og vann Evrópukeppni félagsliða 2000.
EM 2020 í fótbolta Laugardalsvöllur Tengdar fréttir Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15 Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41 Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Strákarnir mæta Rúmenum í umspilinu Ísland og Rúmeníu mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 26. mars 2020. 22. nóvember 2019 11:15
Rúmenar þjálfaralausir Rúmenía er án þjálfara þegar fjórir mánuðir eru í leikinn mikilvæga gegn Íslandi í EM-umspilinu. 22. nóvember 2019 12:41
Rúmenar ellefu sætum fyrir ofan Íslendinga á heimslistanum Rúmenía er í 29. sæti styrkleikalista FIFA en Ísland í því fertugasta. 22. nóvember 2019 11:38