Hver bjó til ellilífeyrisþega? Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2019 09:00 Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eftirlaun eiga sér rætur til seinni hluta nítjándu aldar í Prússlandi þegar fólk sem náði 70 ára aldri gat fengið borgaralaun frá samfélaginu enda oft útslitið. Þessi aldursmörk hafa haldist þrátt fyrir breytingar á vinnuálagi og aðstæðum. Af einhverjum orsökum telja stjórnvöld að þessi viðmið eigi alltaf að gilda og opinberir starfsmenn megi ekki vinna lengur en til sjötugs. Gildir engu hvort þeir vilja hætta eða ekki. Stundum ber á því að þeir séu eftir starfslok taldir vera til vandræða. Öldrunarfordómar eru til í samfélaginu og þeir snerta stóran hóp, ekki eingöngu eldra fólk heldur líka aðstandendur þeirra og þá sem vinna með eldra fólki. Fyrsta skrefið í átt að því að eyða öldrunarfordómum er að stjórnkerfið skoði sjálft sig enda leggur það línurnar og setur fyrirmyndirnar. Þessir fordómarnir gagnvart öldruðum koma fram með margvíslegum hætti. Þeir vísa til staðlaðrar ímyndar og fordóma um eldra fólk, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynferðis. Dæmi um fordóma gegn öldruðum er þegar því er haldið fram að aldraðir séu staðnaðir, sérvitrir og heilsulausir o.s.frv. Flokkur fólksins hefur lagt til að velferðarsvið Reykjavíkur taki út hvernig öldrunarfordómar birtast í borgarkerfinu, í samþykktum og regluverki borgarinnar sem fjalla um eldri borgara. Markmiðið er að draga úr fordómum og fyrsta skrefið hlýtur að vera að skoða með hvaða hætti stjórnkerfi borgarinnar fjallar um eldri borgara, hvað setur fólk í stöðu sem grundvallast einungis á aldri þeirra (hindranir, takmörk, samþykktir, laga- og regluverk). Samskonar könnun þyrfti að gera á laga- og regluverki sem Alþingi hefur sett. Vert væri að Reykjavíkurborg kannaði hvort eldri borgarar séu almennt að upplifa mismunun vegna aldurs og þá með hvaða hætti. Það að eldri borgarar megi ekki vinna eins lengi og þeir vilja eru fordómar þar sem gert er ráð fyrir að við sjötugsaldur verði borgarar skyndilega slakir þátttakendur á vinnumarkaði - eingöngu vegna aldurs.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar