Þeir rauðklæddu unnu í gær nokkuð þægilegan sigur á grönnum sínum í Everton en Liverpool vann 5-2 sigur eftir að hafa verið 4-2 yfir eftir bráð fjörugan fyrri hálfleik.
Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliði Liverpool og nýtti það heldur betur en hann skoraði tvö mörk í leiknum.
Simon birti athyglisverða tölfræði á Twitter-síðu sinni þar sem hann segir frá því að Origi sé með 29 mörk og sjö stoðsendingar í leikjum Liverpool sem fara fram í flóðljósum.
That’s a goal or assist every 58 mins at night!!!!!
— SimonBrundish (@SimonBrundish) December 4, 2019
Tölfræði hans í dagsbirtu er allt önnur. Þar hefur Origi einungis skorað fimm mörk og gefið eina stoðsendingu en hann er greinilega leikmaður sem líkar við kvöldleikina.
„Einhver annar sem hefur spáð í því að kannski er Origi vampíra,“ skrifaði Simon léttur í bragði á Twitter í gær enda hans menn með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.