Marcelino García Toral er 54 ára en síðast var hann í starfi hjá Valencia. Þar starfaði hann frá 2017 til 2019 en hann var rekinn frá félaginu í byrjun september.
Hann hefur einnig þjálfað til að mynda hjá Sevilla og Villareal en hann hefur verið að þjálfa síðan 1997. Nú leitar hann sér að nýju starfi.
Arsenal have made contact with former Valencia head coach Marcelino as they continue their search for a new manager. (Source: GOAL) pic.twitter.com/Lp4htFhLfL
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) December 4, 2019
Arsenal lét Unai Emery fara í síðustu viku en Freddie Ljungberg er nú bráðabirgðarstjóri hjá félaginu. Emery er einnig frá Spáni svo forráðamenn Arsenal horfa hýru auga til Spánar.
Arsenal er í 9. sæti ensku deildarinnar með nítján stig. Þeir eru á toppi F-riðilsins í Evrópudeildinni með tíu stigi, stigi á undan Eintracht Frankfurt.