Watford ætlar að reka Quique Sánchez Flores úr starfi knattspyrnustjóra liðsins. Frá þessu er greint í enskum fjölmiðlum í dag.
Watford tapaði fyrir Southampton í gær, 2-1, og er á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Watford er með átta stig eftir 14 leiki, sex stigum frá öruggu sæti.
Flores tók við Watford í byrjun september eftir að Javi Gracia var rekinn.
Spánverjanum hefur ekki tekist að snúa gengi Watford við og liðið hefur aðeins unnið einn af tíu deildarleikjum undir hans stjórn.
Flores stýrði Watford áður tímabilið 2015-16.
Watford ætlar að reka Flores

Tengdar fréttir

Southampton hafði betur í botnbaráttunni
Southampton vann fyrsta heimaleikinn sinn í ensku úrvalsdeildinni síðan 13. apríl þegar Watford mætti í heimsókn.