Ómar Úlfur velur plötur ársins 2019 Stefán Árni Pálsson skrifar 19. desember 2019 07:00 Ómar starfar við að hlusta á tónlist og þekkja fáir bransann betur en Úlfurinn. Hér er hann með innlenda plötu ársins, Une Misére – Sermon. vísir/vilhelm Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson er sérstakur tónlistarsérfræðingur Vísis og hefur hann valið bestu plötur ársins 2019. Ómar fer yfir þrjár bestu erlendu plötur ársins og þrjár bestu innlendu og má sjá yfirferð hans og rökstuðning hér að neðan.Erlendar plötur ársins:3. Michael Kiwanuka - Kiwanuka Fyrsti nóvember var alveg hreint mögnuð dagsetning á plötuárinu 2019. Fjórar af sex bestu plötum ársins komu út þennan dag! Michael Kiwanuka er í sjálfu sér ekki að gera neitt nýtt á plötunni Kiwanuka en það sem að hann gerir er bara svo ofboðslega vel gert. Áhrif sótt í sálartónlist sjöunnar sem er brunnur sem að ansi margir tónlistarmenn sækja í þessa dagana eins og t,d Hozier og Black Pumas. Kiwanuka bíður uppá tilgang, vigt og innihald á þessari plötu. Lögin eru listavel samin og textarnir svo góðir að maður getur lesið þá sem ljóð.Lykillag: Hero 2. Orville Peck – Pony Vonandi erum við flest okkar að átta okkur á því að öll erum við allskonar og vonandi erum við líka flest okkar að átta okkur á því að við megum vera allskonar. Orville Peck er allskonar en fyrst og fremst ofboðslega góður, einlægur og með útlit ársins 2019. Huldumaðurinn Orville ræðst ekki á garðinn þar sem að hann er lægstur á þessari fyrstu plötu sinni. Falinn á bakvið grímu flytur hann köntrí með rödd sem er eins og blanda af Roy Orbison og Morrisey. Einlægur og sannfærandi í hverju einasta lagi. Verandi samkynhneigður er hann í því að brjóta niður múra sem mega svo við því að brotna. Orville og hljómsveitin hans voru algerlega geggjuð á Icelandairwaves og þegar hlutirnir virka bæði á sviði og á plötu þá er töfrunum náð.Lykillag: Dead Of Night 1. Billie Eilish – When We All Fall Asleep Where Do We Go?Árið 2019 er einfaldlega ár Billie Eilish. Tónlistin, ímyndin og boðskapurinn öðruvísi en það sem að poppstjörnur hafa boðið uppá hin síðari ár. Billie hefur verið dugleg að benda á ömurlegheit neteineltis, hún er hefur tjáð sig um líkamssmánun og hefur fulla trú á því að komandi kynslóðir séu rétta fólkið til að takast á við loftslagsvandann. Hún er yngsta konan til að toppa breska breiðskífulistann sem að hún gerði aðeins 17 ára! Platan sem að hún og bróðir hennar , Finneas O‘Connel, gerðu í svefnherberginu hennar er svo sannarlega plata ársins.Lykillag: Bad Guy Innlendar plötur ársins 3. Between Mountains – Between Mountains Það eru aðeins þrjú ár síðan að hljómsveitin Between Mouintains var stofnuð á Vestfjörðum. Sveitin vakti mikla athygli þegar að hún sigraði músiktilraunir árið 2017. Katla Vigdís forsprakki sveitarinnar semur öll lög og alla texta og þar er komin tónlistarkona sem er rækilega búin að stimpla sig inn í íslenskt tónlistarlíf með flottum lagasmíðum og einlægum textum. Between Mountains er frábær tónleikasveit, sýndi það m.a á Airwaves 2019 í fríkirkjunni.Lykillag: Little Lies 2. Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin. Þessi indieskotni rafdúett átti eitt af lögum ársins LSMLÍ (lífið sem mig langar í) sem að heyrðist bókstaflega út um allt góðvirðissumarið 2019. Þeir Jökull og Fannar eru þó engir einsmellungar, platan best gleymdu leyndarmálin er stútfull af smellum. Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um góðu stundirnar í íslenskri tónlist og glansmyndir á samfélagsmiðlum fá fólk jafnvel til að halda að hjá sumum sé alltaf gaman, að það sé alltaf partý og nóg til af peningum fyrir öllu. Hipsumhaps syngja á íslensku um raunveruleika okkar flestra, ástarsorgir og drauma um hestakerrur og pallbíl. Lífið er upp og niður og Hipsumhaps er á leiðinni upp.Lykillag: LSMLÍ (Lífið sem mig langar í) 1. Une Misére – Sermon Á nokkura ára fresti koma fram hljómsveitir sem að þú veist frá fyrstu hlustun að eiga eftir að vera stórar. Une Misére er ein þessara sveita. Þessi ágæta sveit flytur rokk í þyngri kantinum þannig að þú átt líklega ekki eftir að heyra í þeim í mjólkurkælinum í Bónus (nema að þú hlustir á X-977). Það breytir því ekki að frumburður þeirra Sermon hefur vakið gríðarlega athygli hér heima og erlendis. Lagasmíðarnar og flutningurinn á plötunni er 150% og krafturinn á tónleikum hreint ótrúlegur. Ímynd og útlit uppá 10. Söngvarinn Jón Már getur heillað 50 manns eins auðveldlega og 5000 og trommarinn Benjamín Bent er á heimsmælikvarða. Une Misére er líklegasta rokksveit Ísland síðan að Mínus var og hét. Fylgstu með frá byrjun.Lykillag: Sermon Fréttir ársins 2019 Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Útvarpsmaðurinn Ómar Úlfur Eyþórsson er sérstakur tónlistarsérfræðingur Vísis og hefur hann valið bestu plötur ársins 2019. Ómar fer yfir þrjár bestu erlendu plötur ársins og þrjár bestu innlendu og má sjá yfirferð hans og rökstuðning hér að neðan.Erlendar plötur ársins:3. Michael Kiwanuka - Kiwanuka Fyrsti nóvember var alveg hreint mögnuð dagsetning á plötuárinu 2019. Fjórar af sex bestu plötum ársins komu út þennan dag! Michael Kiwanuka er í sjálfu sér ekki að gera neitt nýtt á plötunni Kiwanuka en það sem að hann gerir er bara svo ofboðslega vel gert. Áhrif sótt í sálartónlist sjöunnar sem er brunnur sem að ansi margir tónlistarmenn sækja í þessa dagana eins og t,d Hozier og Black Pumas. Kiwanuka bíður uppá tilgang, vigt og innihald á þessari plötu. Lögin eru listavel samin og textarnir svo góðir að maður getur lesið þá sem ljóð.Lykillag: Hero 2. Orville Peck – Pony Vonandi erum við flest okkar að átta okkur á því að öll erum við allskonar og vonandi erum við líka flest okkar að átta okkur á því að við megum vera allskonar. Orville Peck er allskonar en fyrst og fremst ofboðslega góður, einlægur og með útlit ársins 2019. Huldumaðurinn Orville ræðst ekki á garðinn þar sem að hann er lægstur á þessari fyrstu plötu sinni. Falinn á bakvið grímu flytur hann köntrí með rödd sem er eins og blanda af Roy Orbison og Morrisey. Einlægur og sannfærandi í hverju einasta lagi. Verandi samkynhneigður er hann í því að brjóta niður múra sem mega svo við því að brotna. Orville og hljómsveitin hans voru algerlega geggjuð á Icelandairwaves og þegar hlutirnir virka bæði á sviði og á plötu þá er töfrunum náð.Lykillag: Dead Of Night 1. Billie Eilish – When We All Fall Asleep Where Do We Go?Árið 2019 er einfaldlega ár Billie Eilish. Tónlistin, ímyndin og boðskapurinn öðruvísi en það sem að poppstjörnur hafa boðið uppá hin síðari ár. Billie hefur verið dugleg að benda á ömurlegheit neteineltis, hún er hefur tjáð sig um líkamssmánun og hefur fulla trú á því að komandi kynslóðir séu rétta fólkið til að takast á við loftslagsvandann. Hún er yngsta konan til að toppa breska breiðskífulistann sem að hún gerði aðeins 17 ára! Platan sem að hún og bróðir hennar , Finneas O‘Connel, gerðu í svefnherberginu hennar er svo sannarlega plata ársins.Lykillag: Bad Guy Innlendar plötur ársins 3. Between Mountains – Between Mountains Það eru aðeins þrjú ár síðan að hljómsveitin Between Mouintains var stofnuð á Vestfjörðum. Sveitin vakti mikla athygli þegar að hún sigraði músiktilraunir árið 2017. Katla Vigdís forsprakki sveitarinnar semur öll lög og alla texta og þar er komin tónlistarkona sem er rækilega búin að stimpla sig inn í íslenskt tónlistarlíf með flottum lagasmíðum og einlægum textum. Between Mountains er frábær tónleikasveit, sýndi það m.a á Airwaves 2019 í fríkirkjunni.Lykillag: Little Lies 2. Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin. Þessi indieskotni rafdúett átti eitt af lögum ársins LSMLÍ (lífið sem mig langar í) sem að heyrðist bókstaflega út um allt góðvirðissumarið 2019. Þeir Jökull og Fannar eru þó engir einsmellungar, platan best gleymdu leyndarmálin er stútfull af smellum. Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um góðu stundirnar í íslenskri tónlist og glansmyndir á samfélagsmiðlum fá fólk jafnvel til að halda að hjá sumum sé alltaf gaman, að það sé alltaf partý og nóg til af peningum fyrir öllu. Hipsumhaps syngja á íslensku um raunveruleika okkar flestra, ástarsorgir og drauma um hestakerrur og pallbíl. Lífið er upp og niður og Hipsumhaps er á leiðinni upp.Lykillag: LSMLÍ (Lífið sem mig langar í) 1. Une Misére – Sermon Á nokkura ára fresti koma fram hljómsveitir sem að þú veist frá fyrstu hlustun að eiga eftir að vera stórar. Une Misére er ein þessara sveita. Þessi ágæta sveit flytur rokk í þyngri kantinum þannig að þú átt líklega ekki eftir að heyra í þeim í mjólkurkælinum í Bónus (nema að þú hlustir á X-977). Það breytir því ekki að frumburður þeirra Sermon hefur vakið gríðarlega athygli hér heima og erlendis. Lagasmíðarnar og flutningurinn á plötunni er 150% og krafturinn á tónleikum hreint ótrúlegur. Ímynd og útlit uppá 10. Söngvarinn Jón Már getur heillað 50 manns eins auðveldlega og 5000 og trommarinn Benjamín Bent er á heimsmælikvarða. Une Misére er líklegasta rokksveit Ísland síðan að Mínus var og hét. Fylgstu með frá byrjun.Lykillag: Sermon
Fréttir ársins 2019 Tónlist Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira