Anna Rakel Pétursdóttir hefur samið við Uppsala og mun leika með liðinu í sænsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.
Anna Rakel kemur til Uppsala frá Linköping sem hún lék með á síðasta tímabili.
Uppsala var stofnað fyrir aðeins tveimur árum. Á síðasta tímabili vann liðið sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni.
Anna Rakel lék með Þór/KA áður en hún fór til Svíþjóðar. Hún varð Íslandsmeistari með Þór/KA 2017.
Anna Rakel, sem er 21 árs, hefur leikið sex A-landsleiki.
Anna Rakel skiptir um lið í Svíþjóð
