Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Thelma Rut Sigurðardóttir skellti sér á jólatónleika með Eyjólfi Kristjánssyn og Stefáni Hilmarssyni um helgina en hún er einmitt með Eyfa í teymi í skemmtiþáttunum Allir geta dansað.
Birta Abiba Þórhallsdóttir kom til landsins eftir Miss Universe og fór beint af vellinum á Allir geta dansað að styðja Manuelu Ósk sem tekur einnig þátt í Allir geta dansað.
Bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór Jónsson stóðu fyrir átta jólatónleikum á 45 klukkustundum um helgina.
Eftir svakalega tvo sólahringa buðu hjónin Jón og Hafdís Björk þeim Lísu Hafliðadóttur og Frikka Dór í mat á Seltjarnarnesinu og var matarboðið af dýrari gerðinni. Eins og Friðrik sagði sjálfur á Instagram var ekki hægt að reiða fram þessar kræsingar með nýjustu bók hans, Léttir réttir Frikka. Þetta væri fyrir lengra komna.
Það var nóg að gera hjá Svölu Björgvins, Friðriki Ómari, Siggu Beinteins og Margréti Eir í jólatónleikaflóðinu um helgina.
Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson skellti sér enn eitt árið á jólatónleika Baggalúts.
View this post on Instagram
Knattspyrnumaðurinn Kolbeinn Sigþórsson hefur verið í endurhæfingu síðustu daga í Dúbaí og nýtur lífsins þar.
Herra Hnetusmjör kom fram í Allir geta dansað á föstudagskvöld og rifjaði upp gamla tíma á Instagram.
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson steig á sviðið með móður sinni á jólatónleikum þess fyrrnefnda.
Brimbrettakappinn Heiðar Logi er staddur í Marokkó og eru öldurnar þar greinilega mjög góðar.
Samfélagsmiðlastjarnan Bryndís Líf hefur verið í London um helgina með vinkonu sinni og njóta þær lífsins eins og svo oft áður.
Jökull í Kaleo birti fallega mynd á Instagram með kærustu sinni Telmu Fanney Magnúsdóttir en þau voru stödd í Texas.
View this post on Instagram
Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Theodór Sverrir Blöndal og fékk hann nafnið í gær.
Theodór á tvo flott nafna sem voru heldur betur stoltir af drengnum í gær.
Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir birti fallega vetrarmynd á Instagram.
Knattspyrnukonurnar Fanndís Friðriksdóttir, Hallbera Gísladóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og fleiri skelltu sér á tónleika með Celine Dion í Boston.
Alexandra og Gylfi Þór búin að vera gift í sex mánuði.