Aron Pálmarsson varð í dag deildarbikarmeistari með Barcelona.
Börsungar unnu öruggan sigur á Bidasoa Irún, 30-22. Í undanúrslitunum vann Barcelona Ademar León, 22-17.
CAMPIONS DE LA #30CopaASOBAL!!
— Barça Handbol (@FCBhandbol) December 15, 2019
#ForçaBarçapic.twitter.com/r6WJp9FS8G
Þetta er í þriðja sinn sem Aron vinnur deildarbikarinn með Barcelona. Þar mætast fjögur efstu lið spænsku úrvalsdeildarinnar.
Fyrst var keppt um þennan titil tímabilið 1990-91. Barcelona hefur unnið hann langoftast, eða 15 sinnum.