Framsóknarfjölmiðlun Starri Reynisson skrifar 13. desember 2019 12:45 Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Starri Reynisson Mest lesið Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er ekki hægt að leggja nógu mikla áherslu á það hversu miklu máli blómlegt og lifandi fjölmiðlaumhverfi skiptir samfélagið. Við hljótum öll að geta verið sammála um það. Því dettur mér ekki í hug að draga í efa að það búi eingöngu góður ásetningur að baki fjölmiðlafrumvarpi Lilju Alfreðsdóttur. Þá ber samt að hafa í huga að vegurinn til glötunar er gjarnan varðaður góðum ásetningi. Tillaga Lilju gengur fyrst og fremst út á að þeir fjölmiðlar sem mæta ákveðnum skilyrðum geti fengið beinan ríkisstyrk fyrir allt að 18% af ritstjórnarkostnaði. Skilyrðin sem fjölmiðlar þurfa að mæta henta einna best stærri miðlum sem þurfa ekki endilega á stuðningnum að halda. Þá yrði skipuð nefnd sem hefði það hlutverk að fara yfir styrkumsóknir og meta hvaða fjölmiðlar ættu að fá styrk. Þetta kemur beint úr handbók Framsóknarflokksins um hvernig skuli styðja við þjóðhagslega mikilvægar iðngreinar. Það á að heimfæra landbúnaðarstyrkjakerfi Framsóknarflokksins yfir á fjölmiðlamarkaðinn. Í stað þess að ýta undir aðlögun fjölmiðla að breyttum aðstæðum á markaði á að hjálpa þeim, og jafnvel verðlauna þá fyrir, að viðhalda úreltu rekstrarformi með því að nota ríkisfé til að mæta tapi þeirra. Það er enn eina ferðina verið að skrúfa frá krana sem liggur beint inn í ríkissjóð, en reynslan sýnir okkur að strax og það er búið og gert er nær ómögulegt að skrúfa fyrir aftur. Enn fremur yrði þetta fyrirkomulag til þess að langflestir fjölmiðlar landsins yrðu háðir stuðningi ríkisins til lengri tíma. Það er ekki heilbrigt, sér í lagi þar sem fordæmi eru fyrir því að íslenskir stjórnmálamenn veitist að fjölmiðlum þegar þeim mislíkar efnistök og fréttaflutningur þeirra. Þannig gæti þessi nálgun dregið talsvert úr getu fjölmiðla til að gagnrýna bæði ríkisvaldið og pólitíska valdhafa hvers tíma.Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson Skoðun