Stefnir í stórsigur Íhaldsflokksins samkvæmt útgönguspá BBC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2019 22:08 Boris Johnson, formaður Íhaldsflokksins. EPA/PETER POWELL Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Útgönguspá sem kynnt var núna klukkan 22 í breska ríkissjónvarpinu bendir til þess að Íhaldsflokkurinn hafi unnið hreinan meirihluta og stórsigur í bresku þingkosningum sem fram fóru í dag. Útgönguspáin sýnir Íhaldsflokkinn með 368 þingsæti en 326 sæti þarf til þess að ná meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn er með 191 þingsæti samkvæmt spánni og Skoski þjóðarflokkurinn 55. Frjálslyndir demókratar fá 13 þingmenn samkvæmt spánni. Huw Edwards og Laura Keunssberg, fréttamenn BBC, sögðu að verði úrslit kosninganna eitthvað í líkingu við útgönguspána þá væri Íhaldsflokkurinn með mjög traustan meirihluta í þinginu. Verkamannaflokkurinn væri aftur á móti að upplifa alvarlegt og sögulegt tap. Íhaldsflokknum tókst ekki að fá hreinan meirihluta á breska þinginu í kosningunum 2017, flokkurinn náði þá 317 þingsætum en Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hefur varið ríkisstjórn flokksins gegn vantrausti. Útgönguspáin bendir til þess að flokkurinn hafi nú bætt fjölda þingsæta við sig á meðan Verkamannaflokkurinn missir sæti miðað við kosningarnar 2017 þegar hann hlaut 232 sæti. Í kosningavakt Guardian er farið yfir það hversu áreiðanlegar útgönguspárnar hafa verið. Undanfarin ár hafa þær verið mjög nálægt kosningaúrslitunum sjálfum. Árið 2017 sýndu útgönguspár að Íhaldsmenn myndi vanta 12 þingmenn til að ná meirihluta, þá vantaði átta og 2015 bentu spárnar til að Íhaldsflokkurinn myndi þurfa 10 þingmenn til að ná meirihluta en hann náði 12 manna meirihluta. 2010 og 2005 voru útgönguspárnar svo alveg í samræmi við kosningaúrslitin sjálf. Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá kosningavöku Sky News.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland Brexit Kosningar í Bretlandi Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira