Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2019 10:30 Lillani og Geoff Hopkins á Whakaari, áður en eldgosið hófst. AP/Lillani Hopkins Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins hafði tekið föður sinn með sér til Hvítu eyjunnar svokölluðu við Nýja-Sjáland sem ber einnig nafnið Whakaari. Lillani er frá Nýja-Sjálandi og er nemi í jarðfræði og bauð hún föður sínum til eyjunnar í tilefni 50 ára afmælis hans. Hún slapp undan mannskæðu eldgosi á eyjunni en hefur rætt við fjölmiðla og lýst hræðilegum eftirmálum eldgossins og þeim sárum sem margir ferðamenn hlutu. Sex eru látnir eftir eldgosið og er átta til viðbótar saknað. Þau eru öll talin látin og hafa sex lík sést úr lofti. Ekki hefur þó verið hægt að sækja þau.Þegar Lillani og faðir hennar fóru í land fengu þau hjálma og gasgrímur. Hún er með astma og þurfti að nota grímuna þegar hún nálgaðist gíginn. Faðir hennar sagðist hafa fundið fyrir eymslum í hálsi. Eftir einn og hálfan tíma sneru þau aftur um borð í skipið sem flutti þau til Whakaari. Þau voru þó komin skammt frá landi þegar eldgosið hófst. Hún tók ekki eftir því fyrr en faðir hennar benti henni á það. Það fyrsta sem hún gerði var að taka upp síma og taka myndband af eldgosinu, þar sem umfangsmikil ský af sjóðandi gufu, ösku og grjóti skaust upp í himininn. Fljótt hætti skýið þó að fara bara upp á við og stefndi einnig í áttina að þeim. Lillani sagði AP fréttaveitunni að þá hefði áhuginn fljótt breyst í hræðslu. Eldgosið á Whakaari.AP/Lillani Hopkins 47 voru á eða við eyjuna þegar eldgosið hófst nánast fyrirvaralaust. Þeir sem lifðu af brenndust hræðilega. Læknar vinna dag og nótt að því að hlúa að þeim 30 sem hlutu brunasár og hafa heilbrigðisyfirvöld í Nýja-Sjálandi pantað 1,2 milljón fersentímetra af húð frá Bandaríkjunum sem græða á á fólkið.Samkvæmt Sky News eru einhverjir með brunasár á 95 prósentum líkama þeirra, þó flestir hafi brunnið minna en það. 22 eru þó í öndunarvélum vegna þess hve lungu þeirra brunnu illa. Alls eru 25 enn í lífshættu.Eftir að Lillani og faðir hennar komust um borð í skipið, Ovation of the Seas, var þeim skipað að halda sig neðan þilja. Þau voru þó kölluð aftur upp á dekk þegar byrjað var að flytja særða um borð, þar sem þau höfðu bæði farið á námskeið í fyrstu hjálp. Alls voru 23 fluttir um borð í skipið. Gátu ekki talað en öskruðu Lillani segist aldrei hafa séð annað eins. Allir hafi verið illa brunnir, þaktir grárri og blautri ösku og tungur þeirra hafi verið svo bólgnar að þau gátu ekki talað. Mörg þeirra voru þó öskrandi af sársauka. Hún notaði vatnsflöskur til að skola fólkið. Hreinsa munna þeirra, nef og augu. Þá segir Lillani að skipið hafi litið út fyrir að vera fullt af gráum einnota plasthönskum. Þar hafi þó verið um að ræða húðarhluta sem féllu af brennda fólkinu. Lillani segist hafa reynt að tala við fólkið með því markmiði að halda þeim vakandi. Svo hafi hún tekið upp á því að syngja en hætt þar sem hún sé ekki góður söngvari. Einn hinna brenndu hafi þó gripið í hana og beðið hana um að halda áfram. Þegar skipið var um hálfnað í land komu sjúkraliðar frá Strandgæslu Nýja-Sjálands um borð og veittu þeir brenndu fólki lyf. Einhverjir voru þó svo illa brunnir að ómögulegt var að finna æðar þeirra. Að endingu voru allir þeir 23 sem höfðu verið fluttir um borð enn á lífi þegar skipið kom að landi. Lillani veit þó ekki hvort einhver þeirra hafi dáið seinna meir.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44