Telur uppbyggingu hjólastíga vera „geggjaða peningasóun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. maí 2020 21:45 Vigdís Hauksdóttir er borgarfulltrúi Miðflokksins Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans. Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar, virðist ekki vera hrifin af hugmyndum um uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiðar á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að eyrnamerkt fjármagn í verkefnið sé „geggjuð peningasóun“ úr vösum landsmanna. Minnisblað og tillaga hjólahóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar um uppbyggingu stofnleiða hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu næstu 15 ár með fjármagni samgöngusáttmála voru lögð fram á fundi ráðsins í dag. 8,2 milljarðar eiga að fara í göngu- og hjólastíga til ársins 2033 Vinnan byggir á samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem undirritaður var á síðasta ári þar sem gert er ráð fyrir 120 milljarða króna fjárfestingu í samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu næstu fimmtán árin, þar af 8,2 milljörðum í göngu- og hjólastíga. Búið er að kortleggja og forgangsraða hvernig uppbyggingu stofnleiða fyrir hjólreiða ætti að vera háttað, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Tillaga að forgangsröðun uppbyggingar stofnleiða hjólreiða næstu 13 árin. Málið var tekið fyrir á fundi skipulags- og samgönguráðs borgarinnar í dag þar sem fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata fögnuðu þeirri vinnu sem farið hefur fram. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins bókuðu að mikilvægt væri að styðja við með áframhaldandi uppbyggingu göngu- og hjólastíga í borginni sem væri jákvæð þróun, leggja ætti áherslu á að borgin blási til stórsóknar í uppbyggingu upphitaðra göngu- og hjólastíga í borgarlandinu svo styðja megi við gangandi og hjólandi vegfarendur allan ársins hring. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins, benti á að gott væri að stefna að því að hjólastígar séu og verði hugsaðir sem samgönguæð. Brekkur ætti hins vegar að forðast og reyna að ætti að láta hjólastíga liggja samhliða hæðarlínum, betri væri krókur en kelda. Annað hljóð kom hins vegar í strokkinn þegar kom að Vigdísi Hauksdóttur, sem er áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í ráðinu. Sagði hún milljarðana 8,2 sem eyrnamerktir eru uppbyggingu göngu- og hjólastíga vera gæluverkefni borgarstjóra og meirihluta borgarstjórnar. „Sjá ekki allir peningasóunina? Hvernig má það vera að íslenska ríkið sé að spandera sköttum landsmanna með þessum hætti og í gæluverkefni borgarstjóra og meirihlutans? Snjóflóðavarnir, vegakerfi, einbreiðar brýr á þjóðvegi 1, og aðrir innviðir landsins eru í molum. Sætta landsmenn sig við þessa geggjuðu peningasóun úr vösum landsmanna? Hvar er Sundabrautin? Hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís bóka. Dæmalaust að sækja „hjólapeninga“ í ríkissjóð Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata lögðu fram gagnbókun við bókun Vigdísar þar sem sú skoðun var látin í ljós að uppbygging hjólastíga á höfuðborgarsvæðinu væri mjög brýn. Vigdís lagði þá fram gagnbókun gegn gagnbókun fulltrúa meirihlutans á þá leið að dæmalaust væri að sækja hjólapeninga í ríkissjóð sem væri tómur. „Ekki kemur Akureyringurinn, Vestfirðingurinn eða Austfirðingurinn hjólandi til Reykjavíkur að sinna erindum sínum í stjórnsýsluhúsum ríkisins sem búa nú þegar við skert aðgengi sem er á ábyrgð sama meirihluta. Ég spyr á ný – hvað er samgöngumálaráðherra að hugsa?,“ lét Vigdís gagnbóka. Þá leit enn ein gagnbókunin dagsins ljós, aftur frá fulltrúum meirihlutans sem töldu uppbyggingu hjólreiðastíga á höfuðborgarsvæðinu ekki hafa mikil áhrif á landsbyggðina. „Vandséð er hvernig uppbygging hjólastíga í Reykjavík skerði lífsgæði Vestfirðinga,“ sagði í bókun meirihlutans.
Samgöngur Reykjavík Seltjarnarnes Garðabær Hjólreiðar Kópavogur Hafnarfjörður Mosfellsbær Tengdar fréttir Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar. 6. maí 2020 14:21