Sendiráðin kanna áhuga á tvíhliða ferðasamningum Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 06:28 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kemur til fundar í Stjórnarráðinu. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“ Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Utanríkisráðherra segist hafa falið sendiráðum Íslands að kanna hvort áhugi sé meðal þeirra þjóða sem hafa staðið sig best í baráttunni við kórónuveiruna að gera tvíhliða samning við Ísland um opnun landamæra. Til þess þyrftu bæði ríkin þó áfram að tryggja varúðarráðstafanir og segist Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Morgunblaðið hafa lagt áherslu á það í samtölum við starfsbræður sína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum. Hann segir að nú leiti ráðherrar, embættismenn og sérfræðingar á heilbrigðissviði að leiðum til að opna fyrir milliríkjaferðalög á ný. Til að mynda sé til skoðunar hvort setja skuli skilyrði fyrirferðalögum og segir Guðlaugur að mikil áhersla sé lögð á að ekki verði bakslag í baráttunni. Tímasetningar ótímabærar Íslendingar og aðrar þjóðir muni ekki ná fullum bata í efnahagslífinu fyrr en landamærin verði opnuð á ný. Guðlaugur segir Morgunblaðinu að hann sé þó ekki tilbúin að nefna neina dagsetningu í því samhengi. Það sé því ótímabært að slá því föstu að Íslendingar geti ferðast um Norðurlöndin í ágúst, en ferðaþjónustan hefur horft til þess að ferðalög hefjist á ný síðsumars. Guðlaugur segir að til þess að opna á einhverjar ferðir verði að tryggja sóttvarnir, bæði á Íslandi og annars staðar. „Hvað varðar utanríkisþjónustuna hef ég lagt áherslu á þetta í samtölum mínum við kollega mína á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum,“ segir Guðlaugur. „Sömuleiðis hef ég falið sendiráðunum að kanna með óformlegum hætti hvort í löndum sem hafa náð bestum árangri í baráttunni gegn veirunni sé vilji til tvíhliða samskipta.“
Ferðamennska á Íslandi Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira