Átti að fá tekjur af heitum pottum eftir að hafa leikið í auglýsingu en sá manninn aldrei aftur Anton Ingi Leifsson skrifar 8. maí 2020 07:00 Viðar Örn gat brosað af sögunni í gær. vísir/s2s Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson kom sér í fréttirnar í septembermánuði árið 2014 er hann spilaði með Vålerenga en þá auglýsti hann heita potta í Noregi. Hann sagði söguna af þessu skemmtilega atviki í Sportinu í dag þar sem Selfyssingurinn var gestur. Viðar Örn sat þá fyrir ásamt fyrirsætu frá Ítalíu en heitu pottarnir voru meira að segja nefndir eftir Viðari. Þeir hétu nefnilega Örn. Viðar segir að sagan af þessu sé nokkuð skrautleg. „Þetta er ósköp einfalt. Það var einhver stuðningsmaður sem sendi mér línu á Facebook og hann var með hugmynd af einhverjum heita pottum og þeir áttu að vera mjög „fancy“. Þetta átti að heita Örninn, eftir mér, og ég myndi fá smá pening. Um leið og ég sá að ég átti að fá einhvern pening þá sagði ég að ég væri klár,“ sagði Viðar og hélt áfram: „Ég fer til hans og er í fjóra tíma í myndatökum í pottinum með einhverju módeli frá Mílan. Hún hefur örugglega fengið miklu meira en ég því ég fékk ekki mikið. Það var dróni og við áttum að vera þykjast tala saman og þetta var mjög óþægilegt. Svo átti ég að fá cut yfir árið og þeir ætluðu að senda pott á mömmu en ég hef ekki séð þennan mann aftur.“ „Ég var að leita að fyrirtækinu en það er komin einhver allt önnur síða. Það voru komnar alvöru tölur á ári svo ég var klár en svo heyrði ég ekkert meira í honum. Hann talaði aldrei við mig aftur en þetta var fyndið. Hann greiddi mér fyrir myndatökuna svo ég kom vel út úr þessu,“ sagði Viðar brosandi. Innslagið skemmtilega má sjá hér að neðan. Klippa: Sporitð í dag - Viðar Örn - pottasagan Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Íslendingar erlendis Grín og gaman Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Sjá meira