Faraldur í rénun, eða hvað? Heiða Björg Pálmadóttir skrifar 12. maí 2020 11:00 Eftir langan og strangan vetur er vorið komið, sólin skín og náttúran vaknar til lífsins. Við virðumst líka hafa náð stjórn á COVID-19, örfá smit, ef einhver, greinast, örfáir eru á spítala og enginn hefur verið á gjörgæslu í nokkurn tíma. Við náðum að verja fjölmörg mannslíf. Það er samt þannig að það horfir ekki til betri vegar hjá öllum. Því miður getum við ekki öll hrist af okkur veturinn og skilið hann eftir í reynslubankanum. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum til barnaverndarnefnda í apríl og samanburður við bæði mars og síðustu 14 mánuði þar á undan gefur vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins um langt skeið. Áfram fjölgar tilkynningum Tilkynningar til barnaverndarnefnda í mars voru 5% fleiri en að meðaltali síðustu 14 mánuði þar á undan. Í apríl er fjölgunin komin upp í 10%. Það bendir því allt til þess að faraldurinn hafi í för með sér fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Þó fjölgunin sé ekki gríðarleg þá virðist hún vera stöðug og vaxandi. Hrun í tilkynningum frá skólum en ekki leikskólum Það kemur ekki á óvart, en veldur samt áhyggjum, að sárafáar tilkynningar bárust frá skólum barna í apríl. Skólinn gat þannig ekki verið það öryggisnet sem hann er venjulega. Voru tilkynningar frá skólum í apríl þannig ríflega helmingi færri en að meðaltali á samanburðartímabili. Tilkynningum frá skólum fækkar alltaf verulega þegar skólastarf liggur niðri yfir sumarmánuði og eru því yfirleitt yfir meðaltali þá mánuði sem skólar eru starfandi. Það vekur athygli að þrátt fyrir þetta eru tilkynningar um vanrækslu varðandi nám töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili. Það er líka vegar áhugavert að sjá að tilkynningar frá leikskólum voru yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldurinn. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslega var fleiri leikskólabörnum en grunnskólabörnum haldið heima á meðan skert þjónusta var í skólum og leikskólum. Þrátt fyrir það virðist faraldurinn hafa meiri áhrif á fjölda tilkynninga frá skólum en leikskólum. Góðir grannar Þegar greint er hverjir tilkynna sést að hinn almenni borgari tekur alvarlega skyldu sína að láta vita af aðstæðum barna. Tilkynningum frá nágrönnum fjölgar þannig um 48% milli mars og apríl og eru meira en helmingi fleiri en bárust að meðaltali í mánuði áður en faraldurinn skall á. Einnig er fjöldi tilkynninga frá öðrum aðilum, sem ekki tengjast barninu beint, yfir meðaltali annan mánuðinn í röð. Það er sérstaklega þakkarvert að almenningur skuli taka tilkynningarskylduna svona alvarlega og bregðist við þegar börn þurfa aðstoð. Við sjáum líka að tilkynningar frá foreldrum hafa verið yfir meðaltali síðan faraldurinn skall á. Einnig fjölgar tilkynningum frá lögreglu verulega milli mánaða í Reykjavík og voru í apríl töluvert fleiri en borist hafa í einum mánuði áður. Aukið alvarleikastig Það eru líka sterkar vísbendingar um að neyðin sé að aukast, málin séu í meira mæli aðkallandi en fyrir faraldurinn. Þetta sést meðal annars í því að tilkynningum, sem berast gegnum neyðarnúmerið 112, fjölgar gríðarlega. Þar er fjölgunin um 76% samanborið við meðaltal síðustu 14 mánaða fyrir faraldur. Börnum í bráðri hættu fjölgar Allt bendir líka til þess að börnum í yfirvofandi hættu sé að fjölga. Alls bárust 90 tilkynningar í apríl þar sem tilkynnandi taldi barn vera í bráðri hættu og er um að ræða rúmlega 60% fjölgun miðað við meðaltal á samanburðartímabili og nánast fjórðungsfjölgun miðað við mars 2020. Þessi fjölgun veitir sterka vísbendingu um að aðstæður barna séu að versna til muna og að viðbrögð til að stemma stigu við faraldrinum hafi haft mikil áhrif á aðbúnað barna. Tilkynnt um aukið ofbeldi og vanrækslu Annan mánuðinn í röð bárust barnaverndarnefndum um fjórðungi fleiri tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum en bárust að meðaltali mánuðina fyrir faraldur. Nánari greining sýnir að sérstaklega virðist fjölga tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi gagnvart börnum. Fjölgar slíkum tilkynningum nánast um helming milli mánaða og hærri en áður hafa borist á einum mánuði. Einnig fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi annars staðar en á landsbyggð. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar einnig verulega, bæði samanborið við mars 2020 og síðustu 14 mánuði þar á undan. Áfram eru einnig vísbendingar um að vanræksla á börnum sé að aukast. Sérstaklega fjölgar tilkynningum um vanrækslu í umsjón og eftirliti. Einnig eru tilkynningar um að foreldrar séu í neyslu, líkamlega vanrækslu og tilfinningalega vanrækslu yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldur. Faraldur sem ekki fer Tilkynning til barnaverndarnefndar um ofbeldi eða vanrækslu er grundvöllur þess að hægt sé að koma barni til hjálpar. Tilkynningin er hins vegar fyrsta skrefið á löngu ferli. Það þarf að kanna málið, skoða aðstæður barnsins og meta hvort tilkynningin á við rök að styðjast. En tilkynningin er líka fyrsta skrefið á bataferlinu, stuðningnum og hjálpinni. Flestir anda léttar nú og horfa vongóðir á bjartari tíð, eru komnir í „eftir COVID“. Við í barnaverndinni eigum hins vegar langt í land, faraldurinn sem við berjumst við er hvergi nærri búinn. Einkenni hans eru annars konar; tætt börn, brotnar fjölskyldur, ráðalausir foreldrar. Ekki er til töfralyf við þessum faraldri frekar en þeim sem er að ljúka en í okkar tösku er fjöldi tækja og tóla sem við vitum að virka. Því miður er þetta ekki faraldur sem kemur og fer. Ofbeldi og vanræksla er fasti í íslensku samfélagi sem mikilvægt er að bregðast við, óháð heimsfaröldrum veira og farsótta. Sofnum ekki á verðinum og hættum ekki að tilkynna um bágar aðstæður barna eða hugsanlegt ofbeldi gegn þeim þó COVID faraldurinn virðist í rénun. Áfram treystum við í barnaverndinni á ykkur að láta okkur vita af börnum sem eiga um sárt að binda. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Eftir langan og strangan vetur er vorið komið, sólin skín og náttúran vaknar til lífsins. Við virðumst líka hafa náð stjórn á COVID-19, örfá smit, ef einhver, greinast, örfáir eru á spítala og enginn hefur verið á gjörgæslu í nokkurn tíma. Við náðum að verja fjölmörg mannslíf. Það er samt þannig að það horfir ekki til betri vegar hjá öllum. Því miður getum við ekki öll hrist af okkur veturinn og skilið hann eftir í reynslubankanum. Greining Barnaverndarstofu á tilkynningum til barnaverndarnefnda í apríl og samanburður við bæði mars og síðustu 14 mánuði þar á undan gefur vísbendingar um að fjölmörg börn muni glíma við afleiðingar faraldursins um langt skeið. Áfram fjölgar tilkynningum Tilkynningar til barnaverndarnefnda í mars voru 5% fleiri en að meðaltali síðustu 14 mánuði þar á undan. Í apríl er fjölgunin komin upp í 10%. Það bendir því allt til þess að faraldurinn hafi í för með sér fjölgun tilkynninga til barnaverndarnefnda. Þó fjölgunin sé ekki gríðarleg þá virðist hún vera stöðug og vaxandi. Hrun í tilkynningum frá skólum en ekki leikskólum Það kemur ekki á óvart, en veldur samt áhyggjum, að sárafáar tilkynningar bárust frá skólum barna í apríl. Skólinn gat þannig ekki verið það öryggisnet sem hann er venjulega. Voru tilkynningar frá skólum í apríl þannig ríflega helmingi færri en að meðaltali á samanburðartímabili. Tilkynningum frá skólum fækkar alltaf verulega þegar skólastarf liggur niðri yfir sumarmánuði og eru því yfirleitt yfir meðaltali þá mánuði sem skólar eru starfandi. Það vekur athygli að þrátt fyrir þetta eru tilkynningar um vanrækslu varðandi nám töluvert yfir meðaltali á samanburðartímabili. Það er líka vegar áhugavert að sjá að tilkynningar frá leikskólum voru yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldurinn. Er þetta sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að hlutfallslega var fleiri leikskólabörnum en grunnskólabörnum haldið heima á meðan skert þjónusta var í skólum og leikskólum. Þrátt fyrir það virðist faraldurinn hafa meiri áhrif á fjölda tilkynninga frá skólum en leikskólum. Góðir grannar Þegar greint er hverjir tilkynna sést að hinn almenni borgari tekur alvarlega skyldu sína að láta vita af aðstæðum barna. Tilkynningum frá nágrönnum fjölgar þannig um 48% milli mars og apríl og eru meira en helmingi fleiri en bárust að meðaltali í mánuði áður en faraldurinn skall á. Einnig er fjöldi tilkynninga frá öðrum aðilum, sem ekki tengjast barninu beint, yfir meðaltali annan mánuðinn í röð. Það er sérstaklega þakkarvert að almenningur skuli taka tilkynningarskylduna svona alvarlega og bregðist við þegar börn þurfa aðstoð. Við sjáum líka að tilkynningar frá foreldrum hafa verið yfir meðaltali síðan faraldurinn skall á. Einnig fjölgar tilkynningum frá lögreglu verulega milli mánaða í Reykjavík og voru í apríl töluvert fleiri en borist hafa í einum mánuði áður. Aukið alvarleikastig Það eru líka sterkar vísbendingar um að neyðin sé að aukast, málin séu í meira mæli aðkallandi en fyrir faraldurinn. Þetta sést meðal annars í því að tilkynningum, sem berast gegnum neyðarnúmerið 112, fjölgar gríðarlega. Þar er fjölgunin um 76% samanborið við meðaltal síðustu 14 mánaða fyrir faraldur. Börnum í bráðri hættu fjölgar Allt bendir líka til þess að börnum í yfirvofandi hættu sé að fjölga. Alls bárust 90 tilkynningar í apríl þar sem tilkynnandi taldi barn vera í bráðri hættu og er um að ræða rúmlega 60% fjölgun miðað við meðaltal á samanburðartímabili og nánast fjórðungsfjölgun miðað við mars 2020. Þessi fjölgun veitir sterka vísbendingu um að aðstæður barna séu að versna til muna og að viðbrögð til að stemma stigu við faraldrinum hafi haft mikil áhrif á aðbúnað barna. Tilkynnt um aukið ofbeldi og vanrækslu Annan mánuðinn í röð bárust barnaverndarnefndum um fjórðungi fleiri tilkynningar um ofbeldi gagnvart börnum en bárust að meðaltali mánuðina fyrir faraldur. Nánari greining sýnir að sérstaklega virðist fjölga tilkynningum um tilfinningalegt og sálrænt ofbeldi gagnvart börnum. Fjölgar slíkum tilkynningum nánast um helming milli mánaða og hærri en áður hafa borist á einum mánuði. Einnig fjölgar tilkynningum um líkamlegt ofbeldi annars staðar en á landsbyggð. Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar einnig verulega, bæði samanborið við mars 2020 og síðustu 14 mánuði þar á undan. Áfram eru einnig vísbendingar um að vanræksla á börnum sé að aukast. Sérstaklega fjölgar tilkynningum um vanrækslu í umsjón og eftirliti. Einnig eru tilkynningar um að foreldrar séu í neyslu, líkamlega vanrækslu og tilfinningalega vanrækslu yfir meðaltali samanborið við mánuðina fyrir faraldur. Faraldur sem ekki fer Tilkynning til barnaverndarnefndar um ofbeldi eða vanrækslu er grundvöllur þess að hægt sé að koma barni til hjálpar. Tilkynningin er hins vegar fyrsta skrefið á löngu ferli. Það þarf að kanna málið, skoða aðstæður barnsins og meta hvort tilkynningin á við rök að styðjast. En tilkynningin er líka fyrsta skrefið á bataferlinu, stuðningnum og hjálpinni. Flestir anda léttar nú og horfa vongóðir á bjartari tíð, eru komnir í „eftir COVID“. Við í barnaverndinni eigum hins vegar langt í land, faraldurinn sem við berjumst við er hvergi nærri búinn. Einkenni hans eru annars konar; tætt börn, brotnar fjölskyldur, ráðalausir foreldrar. Ekki er til töfralyf við þessum faraldri frekar en þeim sem er að ljúka en í okkar tösku er fjöldi tækja og tóla sem við vitum að virka. Því miður er þetta ekki faraldur sem kemur og fer. Ofbeldi og vanræksla er fasti í íslensku samfélagi sem mikilvægt er að bregðast við, óháð heimsfaröldrum veira og farsótta. Sofnum ekki á verðinum og hættum ekki að tilkynna um bágar aðstæður barna eða hugsanlegt ofbeldi gegn þeim þó COVID faraldurinn virðist í rénun. Áfram treystum við í barnaverndinni á ykkur að láta okkur vita af börnum sem eiga um sárt að binda. Höfundur er forstjóri Barnaverndarstofu.
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun