28 félagasamtök fá alls 55 milljónir vegna baráttunnar við Covid-19 Atli Ísleifsson skrifar 3. apríl 2020 11:56 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari. Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur veitt 28 félagasamtökum styrki upp á samtals 55 milljónir króna. Eru styrkirnir hugsaðir til að styrkja við aukna þjónustu samtakanna við viðkvæma hópa sem verða fyrir áhrifum vegna faraldurs kórónuveiru. Í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu segir að þau félagasamtök sem hljóti styrki séu: Aflið Akureyri, ADHD samtökin, Alzheimersamtökin, Barnaheill, Bergið, Bjarkarhlíð, Bjarmahlíð, Drekaslóð, Fjölskylduhjálp, Foreldrahús, Geðhjálp, Grófin geðverndarmistöð á Akureyri, Heimilisfriður, Hjálparastarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Hlutverkasetur, Hugarafl, Höndin, Kvennaathvarfið, Landsamband eldri borgara, Mæðrastyrksnefnd Akureyrar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Píeta, Stígamót, Umhyggja – félag langveikra barna , UNICEF, Þroskahjálp og Öryrkjabandalagið. Raskað lífi fólks „COVID-19 faraldurinn hefur raskað lífi fólks um allan heim og nauðsynlegar sóttvarnaraðgerðir hafa, þrátt fyrir mikilvægi sitt, raskað rútínu og stuðningskerfi margra viðkvæmra hópa. Álag og streita sem getur skapast í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og takmarkaðra aðgengi að stuðningskerfum getur skapað aukna hættu fyrir viðkvæma hópa samfélagsins. Félagasamtökin sem hljóta þessa styrki gegna mikilvægu hlutverki í þjónustu við viðkvæma hópa og markmiðið með styrkveitingunni er að gera samtökin betur í stakk búin til að veita skjólstæðingum sínum stuðning og ráðgjöf, segir í tilkynningunni. Kvíði og streita eykst Haft eftir Ásmundi Einari Daðasyni, félags-og barnamálaráðherra, að það sé aukið álag á samfélaginu öllu um þessar mundir og þá ekki síst hjá viðkvæmum hópum samfélagsins. „Kvíði og streita getur aukist í tengslum við samkomubann, efnahagslegar áskoranir og minna aðgengi að stuðnings- og þjónustukerfum, og við vitum að félagasamtök gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki þegar kemur að þjónustu við marga viðkvæma hópa. Við viljum tryggja það að þau geti haldið sínu góða starfi áfram á þessum krefjandi tímum, enda eru þau mikilvægur hlekkur í keðjunni,” er haft eftir Ásmundi Einari.
Félagasamtök Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Félagsmál Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira