Efling lokar orlofshúsum sínum tímabundið Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2020 17:36 Íslendingar hafa verið hvattir til þess að halda sig heima um páskana. Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur tekið ákvörðun um að loka orlofshúsum sínum tímabundið og ógilda gerða samninga um leigu þeirra fram til 1. maí næstkomandi. Með þessu vill félagið koma til móts við tilmæli almannavarna og landlæknis um að fólk haldi sig heima um páskana og sleppi ferðalögum, er segir í tilkynningu frá félaginu. „Ég er mjög leið yfir að þurfa að taka þessa ákvörðun því að ég veit hvað dvölin í bústöðunum hefur mikla þýðingu fyrir mitt fólk enda hafa fæstir í hópi verkafólks aðgang að eigin bústað,“ er þar haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar. Greint hefur verið frá því orlofshúsbókanir hjá stéttarfélaginu VR hafi verið meiri í marsmánuði en árin áður. Á sama tíma hefur verið nokkuð um afbókanir á orlofshúsum á vegum Bandalags háskólamanna. Bæði félögin munu að öllum líkindum loka fyrir bókanir yfir páskana vegna faraldursins. Yfirvöld hafa hvatt landsmenn til þess að ferðast innanhúss í stað innanlands yfir páskana í næstu viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Víðir Reynisson hefur lýst yfir áhyggjum af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegar á þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Efling, sem er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins, hvetur eigendur einkasumarbústaða til að fara að fordæmi félagsins, fylgja tilmælum almannavarna og halda sig heima um páskana. Félagið hefur þegar tilkynnt þeim sem höfðu tekið orlofshús á leigu í apríl um ákvörðunina. Leigutökum verður greitt til baka og leitast við að koma til móts við óskir þeirra um leigu orlofshúsa síðar á árinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent