„Tekur lang mest á andlegu hliðina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Þeir Kári og Vilhjálmur í Ólafssal í dag. Skjáskot/Sportpakkinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, ræddi við Kára Jónsson, leikmann Hauka í Domino´s deild karla í körfubolta og Vilhjálm Steinarsson, styrktarþjálfara liðsins, í Sportpakka Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Gaupi heimsótti þá félaga í tóman Ólafssal í íþróttahúsi Hauka að Ásvöllum í Hafnafirði. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum neðst í fréttinni. „Það tekur lang mest á andlegu hliðina og að það sé tekið undan löppunum á manni það sem maður er vanur að gera á hverjum degi tekur á,“ sagði Kári um áhrifin sem æfingabannið hefur á íþróttafólk. Kári hélt svo áfram að ræða þessa skrítnu tíma. „Maður finnur leiðir og aðra hluti að gera. Maður þarf að sjá virkilega mikið um sig sjálfur því það er ekki lengur lið á bakvið þig sem sér um að þú sért að gera hlutina almennilega.“ „Já þetta er það! Ég ætla ekki að ljúga neinu, þetta er frekar leiðinlegt. Var allt í lagi til að byrja með en er orðið helvíti þreytt ef maður getur sagt það,“ sagði Kári að lokum aðspurður hvort þetta væru ekki einfaldlega leiðinlegt. „Það er enginn búinn að undirbúa sig undir þetta“ Vilhjálmur Steinarsson, styrktarþjálfari Hauka, segir alls ekki einfalt að halda úti æfingum fyrir okkar besta íþróttafólk. „Við megum ekkert umgangast leikmenn. Þeir eru að koma hingað inn [í Ólafssal] og fá að æfa einir. Þeir þurfa að panta tíma, spritta bolta, ganga frá eftir sig og sjá til þess að allt sé hreint og fínt áður en næsti leikmaður kemur,“ segir Vilhjálmur um óeðlilegar aðstæður og æfingar þeirra sem æfa körfubolta. „Ég sem styrktarþjálfari þarf að útbúa plön fyrir mína leikmenn, þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru agaðir og geta fylgt þessu eftir á meðan aðrir eru vanir liðs fyrirkomulagi og því utanumhaldi sem því fylgir og fúnkera mögulega ekki í svona fjardæmi. Sem betur fer eru það fáir og við þurfum að aðlagast.“ Í spilaranum hér að neðan er innslag Gaupa sem og mögnuð karfa Kára gegn Keflavík hér um árið. Klippa: Kári æfir einn
Körfubolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira