Varar við myrkasta vetri sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 15:29 Dr. Richard Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. AP/Shawn Thew Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira
Bandaríkin standa mögulega frammi fyrir myrkasta vetri sögunnar. Þetta segir fyrrverandi yfirmaður bandarískrar alríkisstofnunar sem ber ábyrgð á því að þróa lyf gegn kórónuveirunni. Hann hefur sakað háttsetta embættismenn í ríkisstjórn Donald Trump, forseta, um hafa bolað sér úr starfi eftir að hann varaði eindregið við faraldri nýju kórónuveirunnar í janúar. Dr. Rick Bright segir nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir aðra bylgju faraldursins, því annars muni illa fara. Þetta sagði hann á nefndarfundi orku og viðskiptanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. „Viðbragðsgluggi okkar fer minnkandi,“ sagði Bright í upphafsræðu sinni. Hann sagði að ef ekki tækist að móta samhæfar forvarnar- og viðbragðsaðgerðir, sem byggi á vísindum, óttaðist hann að ástandið í Bandaríkjunum mynd versna til muna og leiða til umfangsmikilla veikinda og fjölda dauðsfalla. Bright stýrði líf- og læknisfræðirannsókna- og þróunardeild heilbrigðisráðuneytisins. Hann var skipaður árið 2016 áður en Trump varð forseti. Sjá einnig: Uppljóstrari segir að sér hafi verið ýtt til hliðar fyrir að vara við faraldri Honum var þó vikið úr starfi og eftirlitsaðilar hafa komist að þeirri niðurstöðu að honum hafi líklega verið refsað fyrir að tala gegn forsetanum varðandi lyfið hydroxychloroquine, og réttast væri að ráða hann aftur. Minnst 1.393.890 hafa smitast af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, í Bandaríkjunum og minnst 84.239 hafa dáið. Dr. Rick Bright: “Our window of opportunity is closing. If we fail to improve our response now ... I fear the pandemic will get worse and be prolonged ... Without better planning, 2020 could be the darkest winter in modern history.” pic.twitter.com/OfMdjjM7Sr— NBC News (@NBCNews) May 14, 2020 Anthony Fauci, einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum, sagði þingmönnum fyrr í vikunni að ef takmörkunum vegna kórónufaraldursins yrði aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar. Hann sagði ekki búið að ná stjórn á faraldrinum en yfirvöld væru þó á réttri leið. Byrjað er að draga úr félagsforðun víða í Bandaríkjunum og hefur Trump þrýst töluvert á ríkisstjóra í þeim málum. Þegar Trump var spurður út í ummæli Fauci sagði hann þó óásættanleg. Forsetinn gagnrýndi forstöðumann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna og sagði nauðsynlegt að opna Bandaríkin á ný og senda börn aftur í skóla. „Við viljum gera það á öruggan hátt en við viljum einnig gera það eins hratt og við getum,“ sagði Trump. President Trump says he was "surprised" by Dr. Fauci's warning about reopening schools during the pandemic and says it's "not an acceptable answer" https://t.co/Nj065CIsxp pic.twitter.com/oX2LkydkPp— CBS News (@CBSNews) May 13, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Sjá meira