Nýr kjarasamningur Félags hjúkrunarfræðinga við ríkið var undirritaður nú síðdegis. Formaður félags hjúkrunarfræðingina segir samninginn fela í sér tækifæri til framtíðar.
Rætt verður við formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og formann samninganefndar ríkisins í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Allir úr bakvarðasveit sem starfa á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík eru vistaðir á farsóttarheimili eftir að ein úr sveitinni var handtekin grunuð um skjalafals og þjófnað. Fjallað verður um málið í fréttatímanum og sagt frá veirudrepandi lækningavöru frá íslenska fyrirtækinu Kerecis sem verður prófuð á Covid-sjúklingum Landspítalans.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi kl. 18:30