Segir frammistöðu Elvars og Ýmis það jákvæðasta við EM 2020 Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2020 11:00 Aron í þættinum Sportinu í dag en hann er líklegur til þess að vera næsti landsliðsfyrirliði eftir að Guðjón Valur Sigurðsson hætti. vísir/s2s Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Aron Pálmarsson, segir að það jákvæðasta sem hann sér þegar hann líti til baka á EM 2020 sem fór fram í janúar hafi verið frammistaða Elvars Arnars Jónssonar og Ýmis Arnar Gíslasonar í miðjublokk-liðsins varnarlega séð. Aron var gestur í Sportinu í dag þar sem hann ræddi við Henry Birgi Gunnarsson meðal annars um launalækkun hjá Barcelona vegna kórónuveirufaraldursins og fyrirliðastöðuna í landsliðinu. Hann gerði einnig upp EM 2020. „Maður gerir alltaf upp mótin. Maður tekur viku eða tvær að kúpla sig frá og fer að ræða þetta og gera þetta upp. Þetta skilaði okkur HM sæti og við náðum í frábær úrslit en auðvitað hefði maður viljað fara lengra,“ sagði Aron. „Það sem situr mest í mér er Ungverjaleikurinn. Dana leikurinn var geggjaður og svo eigum við Ungverjana og það eru mestu vonbrigðin finnst mér. Við erum með leikinn, þetta er jafnt og allt það en svo erum við bara skelfilegir í síðari hálfleik.“ Hann segir að tapið gegn Ungverjum svíði og hann kennir sjálfum sér að hluta til um tapið. „Þetta var ekkert stöngin út heldur erum við bara að gefa þeim boltana og förum svoleiðis með þetta þar. Þú getur ekki kennt um að hann hafi varið allt og það voru margir tapaðir boltar. Það var ekki reynsluleysi því þetta var ég, þetta var Alexander og það er langt síðan maður hefur upplifað það. Það eru mestu vonbrigðin.“ „Það er jákvætt að það eru fullt af strákum sem fá þessa reynslu og eru komnir sumir með tvö stórmót á engum aldri. Þetta lítur vel út. Viggó kemur sterkur inn. Maður hafði ekki séð hann að viti áður, Haukur, Janus og miðjublokkin, Ýmir og Elvar.“ Hann var virkilega ánægður með varnarleik þeirra Ýmis og Elvars og segir að það sé einna jákvæðasta við mótið í janúar. „Mér finnst það vera jákvæðast. Þeir tveir; fólk áttar sig ekki á vinnunni hjá þeim. Þeir eru að taka bestu leikmenn í heimi og þetta er ekki auðvelt að spila þessa vörn en þeir gerðu það óaðfinnalega miðað við reynslu og hafa ekki spilað áður saman í þristunum. Það er mjög jákvætt upp á framhaldið.“ Klippa: Sportið í dag - Aron gerir upp EM 2020 Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
EM 2020 í handbolta Sportið í dag Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Sjá meira