Mótmæla hugmyndum um bann við kynfræðslu og hertari reglum um þungunarrof Atli Ísleifsson skrifar 15. apríl 2020 06:49 Strangar reglur um samkomubann þýða í raun að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Varsjá hafa andstæðingar stjórnarinnar notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. AP Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram. Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Stjórnarandstæðingar í Póllandi hafa sakað stjórnarflokkinn Lög og réttlæti (PiS) um að misnota sér ástandið í landinu og heiminum og koma nú umdeildum málum í gegn. Stefnir flokkurinn að því að koma frumvörpum í gegn sem myndu fela í sér að kynfræðsla fyrir börn yrði bönnuð og sömuleiðis að reglur um skilyrði fyrir þungunarrofi hertar enn frekar. Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) og ýmsir aðgerðasinnar hafa gagnrýnt pólsk stjórnvöld harðlega og sakað þau um að misnota ástandið. Strangar reglur um samkomubann þýða að mótmælaaðgerðir á götum úti eru í raun óheimilar. Í Póllandi má fólk nú að hámarki tveir koma saman á hverjum tíma. Einhverjir stjórnarandstæðingar hafa því notast við hjól og bíla til að koma óánægju sinni á framfæri. Hertar reglur um þungunarrof Ein lagabreytingin sem PiS reynir nú að ná í gegn felur í sér bann við þungunarrofi, í þeim tilfellum þar sem sannað er að fóstrið sé alvarlega skaðað. Í frétt NRK kemur fram að í Póllandi sé nú einungis heimilt að gangast undir þungunarrof eftir nauðgun, sé líf konunnar í hættu eða ef sannað þykir að fóstrið sé alvarlega skaddað. Stjórnin stefnir nú að því að fjarlægja þetta þriðja skilyrði úr lögunum. Eru það fyrst og fremst kaþólska kirkjan og trúarlegir þrýstihópar sem hafa þrýst á lagabreytinguna. Pólska stjórnin reyndi einnig að koma breytingunni í gegn árið 2016, en þurfti að bakka með tillögurnar eftir umfangsmiklar mótmælaaðgerðir tugþúsunda kvenna víðs vegar um landið. Sagt á pari við barnaníð Stjórnin hefur einnig lagt fram tillögu sem felur í sér að það verði refsivert og varðað fimm ára fangelsi að skipuleggja kynfræðslu fyrir börn í skólum. Er slíkt sagt jafnast á við barnaníð, en Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi PiS, hefur sagt kynfræðslu árás á hefðbundið fjölskyldumynstur. Pólska þingið tekur málin til umræðu í dag og er talið að fyrsta atkvæðagreiðsla kunni einnig að fara fram.
Pólland Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira