Tónlistarparið Blake Shelton og Gwen Stefani þurfa að fara eftir öllum reglum varðandi útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eins og aðrir.
Ein af þeim reglum í Bandaríkjunum er að hárgreiðslustofur eru lokaðar rétt eins og hér á landi.
Það var aftur á móti kominn tími á klippingu hjá Shelton og ákvað því söngkonan Gwen Stefani að raka hann og var sýnt frá því í þætti Jimmy Fallon í vikunni en spjallþátturinn er heldur betur með öðru sniði um þessar mundir og fara öll viðtöl fram með fjarskiptabúnaði.
Hér að neðan má sjá hvernig til tókst hjá Stefani.