Nýir kjarasamningar BSRB: Vinnuvikan stytt og launahækkanir í samræmi við lífskjarasamninginn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2020 12:44 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Vísir/Vilhelm Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Fimmtán aðildarfélög BSRB skrifuðu í nótt og í morgun undir kjarasamninga við ríki og sveitarfélög. Þar með var verkföllum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti aflýst. Þá var verkfalli sjúkraliða sem hófst klukkan sjö var aflýst þegar Sjúkraliðafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið skömmu fyrir klukkan átta í morgun. Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023 en félagsmenn BSRB höfðu verið samningslausir frá 31. mars 2019. Að því er segir í frétt á vef BSRB eru stærstu tímamótin í samningum félagsins við ríki og sveitarfélög ákvæði um styttingu vinnuvikunnar án þess að laun skerðist. Þannig munu starfsmenn í dagvinnu geta stytt vinnuviku sína niður í allt að 36 stundir. Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.Vísir/Jói K. Barist fyrir styttri vinnuviku vaktavinnufólks í áraraðir Vinnuvika vaktavinnufólks styttist í 36 stundir og er mögulegt að stytta hana allt niður í 32 stundir en sú stytting á einkum við um þá sem vinna kvöld, nætur og helgarvaktir. „Þar með geta þeir sem eru í 80 prósent starfshlutfalli á þrískiptum vöktum í dag breytt starfshlutfalli sínu í 100 prósent. Þeir sem eru í lægra starfshlutfalli í dag geta unnið jafn mikið en hækkað starfshlutfall sitt og hækkað þar með laun sín. Áfram verður greitt vaktaálag fyrir vinnu utan dagvinnutíma en álag á á næturvöktum verður hækkað. Nýr launaflokkur, vaktahvati, verður greiddur til að umbuna betur fyrir þegar fólk er að mæta á fjölbreyttar vaktir,“ segir á vef BSRB. BSRB hefur gert þá kröfu í áraraðir að viðurkennt verði að 80 prósent starf í vaktavinnu jafngildi 100 prósent starfi í dagvinnu. Rökin fyrir því eru sú að þorri starfsmanna í fjölmennum stéttum sem eru í vaktavinnu treystir sér ekki til þess að vinna í hærra hlutfalli en 80 prósent vegna þess álags sem fylgir vaktavinnunni. Með kjarasamningunum sem undirritaðir voru í nótt og morgun virðist sem þessi áfangi félagsins hafi nú náðst. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.Vísir/Jói K. „Ansi merkilegur hlutur“ „Þetta er nú samningur sem er með þessa geypilegu breytingu hvað varðar styttingu vinnuvikunnar, bæði varðandi dagvinnufólk og varðandi vaktavinnufólk sem er náttúrulega dálítið nýtt í vaktavinnufyrirkomulagi á Íslandi og ansi merkilegur hlutur,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB, við fréttastofu í nótt eftir að hafa náð nýjum samningi við ríkið. Spurður út í það hvernig vaktakerfið breytist sagði hann að verið væri að taka upp algjörlega nýtt vaktakerfi. Það myndi að taka klukkutíma að útskýra það því breytingin væri svo mikil. „Megindrátturinn í því er þó sá að það er mögulegt að stytta vinnuvikuna meira þar en hjá dagvinnufólki. Dagvinnufólkið fær 36 tíma en vaktavinnufólkið getur náð 32 tíma vinnuviku ef þeir eru á mjög óþægilegum vöktum,“ sagði Árni Stefán. Að auki var samið um að allir félagsmenn aðildarfélaganna sem sömdu í nótt og morgun fái 30 orlofsdaga á ári. Þetta þýðir að þeir sem voru með fæsta orlofsdaga áður bæta við sig sex dögum. Frá undirritun kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Sameykis í nótt.Vísir/Jói K. Útfærsla launahækkana mismunandi milli samninga Hvað varðar launaliðinn þá rúmast launahækkanirnar innan ramma lífskjarasamningsins sem gerður var á almenna vinnumarkaðinum á síðasta ári. Þar var kveðið á um 90 þúsund króna hækkanir fyrir starfsfólk sem vinnur á taxta en að því er segir á vef BSRB getur útfærslan á launahækkunum verið eitthvað mismunandi á milli samninga þar sem hvert aðildarfélag fyrir sig samdi um launakjör. Ekki hefur verið greint frá öðrum atriðum samninganna síðan þeir voru undirritaðir í nótt og í morgun en vaninn er sá að kynna kjarasamninga fyrst fyrir félagsmönnum áður en þeir eru gerðir opinberir. Samningarnir verða nú kynntir félagsmönnum og bornir undir atkvæði. Þau aðildarfélög BSRB sem undirrituðu kjarasamninga í nótt og í morgun eru Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu, Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu, Sjúkraliðafélag Íslands, Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu, Starfsmannafélag Fjallabyggðar, Starfsmannafélag Fjarðabyggðar, Starfsmannafélag Hafnarfjarðar, Starfsmannafélag Húsavíkur, Starfsmannafélag Kópavogs, Starfsmannafélag Mosfellsbæjar, Starfsmannafélag Suðurnesja og Starfsmannafélag Vestmannaeyja. „Enn eiga fjögur aðildarfélög eftir að skrifa undir kjarasamning. Það eru Landssamband lögreglumanna, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Tollvarðafélag Íslands. Búast má við að aukinn kraftur verði settur í viðræður þessara félaga nú þegar niðurstaða er komin í sameiginleg mál sem voru á borði BSRB,“ segir á vef BSRB.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48 Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02 Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Öllum verkföllum sem hefjast áttu á miðnætti aflýst Nær öllum verkfallsaðgerðum um 16 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst. 9. mars 2020 05:48
Sameyki gerir „tímamótasamning“ við borgina Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur gert kjarasamning við Reykjavíkurborg. Viðræður standa enn yfir á milli félagsins og hins opinbera. 9. mars 2020 03:02
Sjúkraliðar semja við sveitarfélög Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga viðSamband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. 9. mars 2020 05:30