Segir Heimi hafa gert mistök með liðsvalinu gegn Nígeríu: „Veit ekki hvort þetta var vanmat“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. maí 2020 14:30 Kári í leiknum gegn Nígeríu í Volgograd á HM 2018. vísir/vilhelm Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Kári Árnason segir að Heimir Hallgrímsson hafi gert mistök með liðsvali sínu fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM 2018. Þetta kom fram í hlaðvarpinu Draumaliðið þar sem Kári ræddi við Jóhann Skúla Jónsson. Sem frægt er gerði Ísland 1-1 jafntefli við Argentínu í fyrsta leik sínum á HM í Rússlandi. Emil Hallfreðsson lék þá afar vel á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni og Gylfa Þór Sigurðssyni. Emil var hins vegar tekinn út úr byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Nígeríumönnum og í hans stað kom framherjinn Jón Daði Böðvarsson. „Það eru taktískir hlutir sem maður pirrar sig á svona eftir á. Gylfi og Aron voru tæpir og ekki í sínu besta formi. Við spiluðum með fjögurra manna miðju á móti gríðarlega líkamlegu sterku og hraustu liði Nígeríu,“ sagði Kári. „Ég veit ekki hvort það var vanmat en eigum við bara að keyra yfir Nígeríu? Það gekk vel með fimm manna miðju gegn Argentínu og vitandi að við vorum að fara spila á móti svona líkamlega öflugu liði, að þétta ekki miðjuna.“ Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik virtust Íslendingar sprungnir og Nígeríumenn skoruðu tvö mörk. „Það tekur rosalega mikið á að spila svona, á móti þremur miðjumönnum. Þetta opnaðist allt,“ sagði Kári. Ahmed Musa skoraði bæði mörk Nígeríu gegn Íslandi, það fyrra á 49. mínútu og það síðara stundarfjórðungi fyrir leikslok. Íslendingar fengu gullið tækifæri til að minnka muninn en Gylfi skaut í slá úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Ísland féll svo úr leik á HM eftir 2-1 tap fyrir Króatíu í lokaleik sínum í D-riðli. Íslendingar enduðu í neðsta sæti hans með eitt stig.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Kári Árna gagnrýndi valið á HM hópnum 2018: Kjúklingur frekar en Kolbeinn Kári Árnason, leikmaður bikarmeistara Víkings og íslenska landsliðsins, var ekki alveg sáttur við valið á HM-hóp Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi fyrir tveimur árum. 19. maí 2020 13:00