„Forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 10:57 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“ Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“
Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira