18 dagar í Pepsi Max: Unnu sama bikar með landsliði og Íslandsmeistaraliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2020 12:00 Eyjamenn fagna Íslandsmeistaratitlinum haustið 1998 á forsíðu Eyjafrétta en þetta er forsíða Frétta 1. október 1998. Ívar Ingimarsson fagnar hér með félögum sínum en hann var að handleika þennan bikar í annað skiptið eftir að hafa unnið hann líka með unglingalandsliðinu. Skjáskot af Tímarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 18 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Þegar KSÍ ákvað að breyta nafni efstu deildar í úrvalsdeild sumarið 1997 var einnig tekinn sú ákvörðun að taka í notkun nýjan bikar fyrir Íslandsmeistarana. Bikarinn sem var valinn var bikarinn sem landslið íslands, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fékk fyrir sigur á sterku alþjóðlegu móti á Ítalíu vorið 1996. Fimm leikmenn úr umræddu átján ára landsliði áttu síðan eftir að verða seinna Íslandsmeistarar þar sem þeir fengu að handleika þennan sérstaka bikar aftur en nú undir allt öðrum kringumstæðum. Markvörðurinn Ólafur Þór Gunnarsson er hér efstur á blaði enda aðalmarkvörður beggja liða, það er U18 vorið 1996 og Íslandsmeistarliði ÍA sumarið 2001. Ólafur var valinn besti maður mótsins á Ítalíu þegar íslenska átján ára landsliðið hafði betur í baráttu við þjóðir eins og Tyrkland, Sviss, Slóvakíu, Noreg og Ungverjaland og fékk að launum glæsilegan bikar. Ólafur tryggði íslenska liðinu sigurinn með því að verja tvær vítaspyrnur í vítakeppni í úrslitaleiknum á móti Slóvakíu. Ólafur vann aftur þennan bikar sumarið 2001 og þá sem markvörður Skagamanna sem urðu Íslandsmeistarar. Ólafur átti flott sumar og varði meðal annars allar þrjár vítaspyrnurnar sem hann reyndi við. Skagamenn unnu Íslandsmeistaratitilinn einmitt á markatölu. Sá fyrsti til að vinna bikarinn aftur var aftur á móti Ívar Ingimarsson þegar hann varð Íslandsmeistari með Eyjamönnum sumarið 1998. Ívar hafði komið til ÍBV frá Val og varð meistari á sínu fyrsta tímabili í Eyjum. Hann fékk aftur að handleika bikarinn eftir sigur ÍBV á KR í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni í Vesturbænum. Árið eftir urðu þeir Árni Ingi Pjetursson og Edilon Hreinsson Íslandsmeistarar með KR en þó í mjög litlum hlutverkum. Árni Ingi var líka í hópnum í fyrstu tveimur leikjunum á Íslandsmeistarasumrinu árið eftir en fékk ekki að fara inn á. Fimmti leikmaðurinn úr þessu átján ára landsliði sem náði því að vinna bikarinn sem Íslandsmeistari var síðan Haukur Ingi Guðnason sem varð Íslandsmeistari með KR sumarið 2000. Hann hafði þá komið frá Liverpool um vorið og náð að spila þrettán deildarleiki með liðinu. Ívar Ingimarsson átti mjög farsælan atvinnumannaferil en það áttu einnig Heiðar Helguson, Jóhann Birnir Guðmundsson og Arnar Þór Viðarsson voru líka í þessu átján ára landsliði á Ítalíu. Valur Fannar Gíslason spilaði líka í atvinnumennsku og Þorbjörn Atli Sveinsson átti líka fínan feril í efstu deild.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Vestri | Taplausir Vestramenn mæta í Akraneshöllina Í beinni: FH - KR | Fyrsti grasleikur sumarsins Í beinni: Valur - KA | Tvö lið á eftir fyrsta sigrinum Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira