Innanhúshönnuðurinn Lauren Russo og arkitektinn Nicholas Russo hafa hannað og fjörutíu fermetra íbúð sína á einstakan máta.
Um er að ræða eign í fjölbýlishúsi þar sem alls eru fimmtán íbúðir og var húsið byggt á sjöunda áratugnum í Melbourne í Ástralíu.
Fjallað er um íbúðina í nýjasta þættinum á YouTube-rásinni Never Too Small. Þar er farið vel yfir framkvæmdarferlið en þau náðu að koma fyrir tveimur herbergjum í eigninni eins og sjá má hér að neðan.