Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. maí 2020 15:22 Verkefnastjórnin telur að heimildir lögreglu, meðal annars í tengslum við frávísun, verði að vera alveg á hreinu. Vísir/Vilhelm Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma, þegar umferð um Keflavíkurflugvöll fari að aukast á ný. Skýrsla verkefnastjórnarinnar var afhent ráðherra í gær og birtist á vef Stjórnarráðsins í dag. Skýrslunnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda er hún liður í því að hægt verði að opna Ísland fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Líkt og komið hefur fram á Vísi í dag er skýrslan viðamikil en þar er meðal annars tæpt á því hvað lögregla geti gert ætli einhver sem komi til landsins sér ekki að fylgja þeim sóttvarnarráðstöfunum sem eru í gildi. Segir í skýrslunni í kafla um áskoranir og úrlausnarefni lögreglu að eftirfylgni með þeim einstaklingum geti verið erfið í framkvæmd, og þegar hafi komið upp dæmi þar sem lögregla hafi þurft að hafa slík afskipti af fólki. „Þegar og ef umferð um FLE fer að aukast þarf að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hefur til að bregðast við gagnvart þeim sem ljóst þykir að ætla ekki að hlíta sóttvarnaráðstöfunum eins og sóttkví, þ.m.t. frávísun.“ Þannig sé til skoðunar að flytja frávísunarheimild sem byggi á almannaheilbrigði frá Útlendingastofnun til lögreglunnar en bent er á að liggja þurfi alveg ljóst fyrir hvort heimilt sé að vísa útlendingi frá landi við komu þrátt fyrir að ekki sé unnt að staðfesta smitsjúkdóm. Það sé þó ekki á starfssviði verkefnastjórnarinnar að gera tillögur í þeim efnum en samkvæmt upplýsingum sem koma fram í skýrslunni hefur ríkislögreglustjóra verið falið að leiða vinnuhóp sem meðal annars eigi að fjalla um þessi álitaefni.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira