Aðilar í ferðaþjónustu gætu þurft að sinna ferðamönnum í einangrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 17:56 Stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Vísir/Vilhelm Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Aðilar í ferðaþjónustunni þurfa að vera undir það búnir að senda ferðamenn sem koma hingað til lands í sýnatöku vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 og jafnvel sinna þeim ef þeir þurfa að sæta sóttkví og/eða einangrun. Þetta kemur fram í skýrslu verkefnisstjórnar um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands. Verkefnisstjórnin skilaði skýrslu sinni í dag en þar er meðal annars fjallað um eftirfylgni og þjónustu við ferðamenn á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Í skýrslunni segir að ljóst sé að samvinna við fyrirtæki í ferðaþjónustu sé grundvallaratriði varðandi opnun landamæranna. Mikil ábyrgð muni hvíla á þeim og því þurfi kröfur til þeirra að vera afdráttarlausar og skýrar. „Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðeigandi viðbragðsáætlanir. Ferðaþjónustuaðilar munu einnig þurfa að gangast við ríkri eftirlitsskyldu gagnvart heilsufari ferðamanna og vera undir það búnirað senda þá í sýnatöku ef svo ber undir og jafnvel sinna þeim í sóttkví og/eða einangrun,“ segir í skýrslu verkefnastjórnarinnar. Verkferlar fyrir ferðaþjónustu og framlínustarfsfólk vegna Covid-19 séu nú þegar til staðar og aðgengilegir á heimasíðu landlæknis, en í forgrunni sé grundvallarsmitgát starfsfólks og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Mikilvægt sé að aðilar í ferðaþjónustu séu vel undirbúnir og hafi skýrar leiðbeiningar um það verklag sem þarf að hafa svo þeir geti sinnt hlutverki sínu á réttan hátt. Ýmsar leiðbeiningar fyrir ferðaþjónustuna varðandi smitgát og önnur viðbrögð við Covid-19 sé að finna á heimasíðu landlæknis. „Ferill erlendra ferðamanna um íslenskt heilbrigðiskerfi er sá sami og á við um íbúa á Íslandi. Hins vegar þarf að tryggja aðgengi þeirra að upplýsingum, þ.e. hvert og hvernig fólk leitar upplýsinga og leiðbeininga og hvernig það ber sig aðvið að leita heilbrigðisþjónustu. Geraþarf ráð fyrir að ferðafólk geti slasast eða veikst ótengt COVID-19 meðan á dvöl þeirra stendur. Taka þarf afstöðu til sóttvarnaráðstafana í sjúkraflutningum og innan heilbrigðisstofnana í ljósi þessa,“ segir í skýrslu verkefnisstjórnarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43 Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Skipta farþegum í fjórar raðir við komuna til landsins Farþegum sem koma til landsins verður skipt upp í fjóra hópa á Keflavíkurflugvelli eftir því hvað þeir kjósa þegar opnað verður fyrir millilandaflug 15. júní. Af minnisblaði vinnuhóps um aðferðasvæði við skimun fyrir kórónuveiru á flugvellinum má ráða að mörgum spurningum sé enn ósvarað um hvernig fólki verður hleypt inn í landið. 26. maí 2020 14:43
Þurfi að vera skýrt hvað lögregla megi gera við óhlýðna ferðamenn Verkefnastjórn um sýnatöku vegna kórónuveirunnar á landamærum Íslands telur að það þurfi að vera alveg skýrt hvaða heimildir lögreglan hafi til þess að bregðast við gagnvart þeim sem koma til landsins en ætla sér ekki að hlíta þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru á hverjum tíma 26. maí 2020 15:22