Pabbi týndist og er nú farinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2020 15:00 Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Alma Hafsteinsdóttir Mest lesið Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég fékk símtal í nótt þar sem dóttir hafði verið að leita að pabba sínum. Pabbinn hafði farið út um kvöldmatarleytið og hafði ekki skilað sér heim. Dóttirin fór og leitaði að honum og kom að honum við spilakassa. Í símtalinu var hún hágrátandi með ekka. Pabbinn hafði ekkert spilað meðan spilakassarnir voru lokaðir. Hann hafði verið svo duglegur að leika við afabörnin sín síðustu vikur og svaraði alltaf í símann þegar hún hringdi. Hann var svo glaður og góður. Hann fór meira að segja með afabörnin í göngutúra og keypti ís handa þeim. Það hafði ekki gerst lengi, hann átti aldrei pening eða eirð í sér. Dóttirin sá í hillingum að gæðastundum barna hennar með afanum færi fjölgandi, fyrst hann var hættur að spila. Maðurinn í spilasalnum vildi ekki hjálpa henni. Hann sagði að gamli væri þarna af fúsum og frjálsum vilja. Dóttirin sagði mér að pabbi sinn hefði einmitt sagt um síðustu helgi hvað það væri gott að spilakassar og spilasalir væru lokaðir. Hún vissi samt að þeir höfðu þegar opnað, en vildi ekki láta hann vita af því. Hún var svo hrædd um að missa hann aftur. “Af hverju voru þeir að opna Alma? Af hverju?”, öskraði hún á mig og brast svo í hágrát. “Pabbi er alveg farinn – AFTUR. Hvernig á ég að útskýra fyrir krökkunum að afi sé byrjaður að spila aftur? Hvað á ég að segja þeim? Get ég hringt í lögregluna og beðið þá að sækja hann? Hvað á ég að gera?” Þetta voru þær spurningar sem ég fékk – Örvæntingin og vanmátturinn sker í sálina. Hvernig á ég að útskýra fyrir henni að við erum að gera allt sem við getum en Rauði Krossinn, Landsbjörg, SÁÁ og Háskóli Íslands þurfi að fá blóðpeningana sína, peninga pabba hennar! Svo segir formaður Landsbjargar að þeir séu stoltir eigendur Íslandsspila og þessi rekstur sé að skila þeim umtalsverðum upphæðum, svo gjörsamlega sneiddur allri samúð og samkennd með fórnarlömbum félagsins. Stoltir eigendur Íslanddspila mega vita þegar þeir telja peningana upp úr spilakössunum, að þeir eru vættir með tárum barnabarnanna sem sjá á eftir afa sínum í hyldýpi spilafíknarinnar og gæðastundanna sem ekki verða. Ætli aðalstyrktaraðilar þessara samtaka taki í sama streng og styðji þessi ummæli formanns Landsbjargar sem talaði jafnframt fyrir hönd Rauða Krossins og SÁÁ? Samræmist þessi rekstur samfélags- og siðferðislegum viðmiðum þeirra? Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir Skoðun