13 dagar í Pepsi Max: Þrjú vítaklúður hjá Andra Rúnari sem stoppaði líka í nítján mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2020 12:00 Andri Rúnar Bjarnason með gullskó Adidas sem hann fékk fyrir að verða markahæstur í Pepsi deildinni sumarið 2017. Mynd/Benóný Þórhallsson Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 13 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði tuttugu ára gamalt afrek Tryggva Guðmundssonar, tuttugu og fjögurra ára gamalt afrek Þórðar Guðjónssonar, 31 árs gamalt afrek Guðmundar Torfasonar og 39 ára gamalt afrek Péturs Péturssonar þegar hann skoraði nítján mörk fyrir Grindvíkinga sumarið 2017. Andri Rúnar varð sá fyrsti til að komast í klúbbinn síðan að fjölgað var upp í tólf liða deild en við það bættust við fjórir leikir. Andri Rúnar lék alla 22 leiki Grindavíkur þetta sumar en hinir léku sautján eða átján leiki þegar þeir settu eða jöfnuðu markametið. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sitt nítjánda mark í lokaumferðinni þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í lokaleik sumarsins. Það mátti því ekki miklu muna að hann næði ekki inn í klúbbinn. Andri Rúnar hafði reyndar fyrr í leiknum farið illa með kjörið tækifæri þegar hann skaut í stöngina úr vítaspyrnu á 21. mínútu. Það varð þriðja vítaspyrnan sem Andri Rúnar klúðraði á tímabilinu og var því ansi nálægt því að komast í tuttugu mörkin. Hann lagði grunninn að metjöfnuninni með frammistöðu sinni á Grindavíkurvelli en hann skoraði 12 mörk í síðustu níu heimaleikjum sínum. Andri Rúnar Bjarnason sker sig aðeins úr í þessum fimm manna hópi markametshafa því allir hinir voru annað hvort í Íslandsmeistaraliði eða liði sem var í titilbaráttunni. Andri Rúnar lék með liði sem endaði í fimmta sæti en hann skoraði 61 prósent marka liðsins eða 19 mörk af 31. Guðmundur Torfason skoraði 49 prósent marka Fram 1986, Tryggvi Guðmundsson skoraði 43 prósent marka Eyjamanna 1997, Pétur Pétursson skoraði 40 prósent marka Skagamanna 1978 og Þórður Guðjónsson skoraði bara 31 prósent marka Skagaliðsins sumarið 1993. Mörk Andra Rúnars færðu Grindvíkingum alls 26 stig á tímabilinu sem þýðir að ef við tækjum þau út þá hefði Grindavíkurliðið aðeins fengið fimm stig þetta sumar. Andri náði að koma að fimmtán mörkum Grindvíkinga í röð (13 mörk og 2 stoðsendingar) frá 22. maí til 14. ágúst en þá skoraði ekki Grindavík mark í 84 daga án þess að hann kæmi við sögu. Hann skoraði alls fimm sigurmörk á leiktíðinni. Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Fimmti meðlimurinn í nítján marka klúbbnum Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 2017 19 mörk í 22 leikjum 12 á heimavelli - 7 á útivelli 6 í fyrri hálfleik - 13 í seinni hálfeik 10 mörk i fyrri umferð - 9 mörk í seinni umferð 11 skot - 4 vítaspyrnur - 1 aukaspyrna - 3 skallamörk 3 tvennur - 1 þrenna 2 mörk á móti efstu þremur 6 mörk á móti efri hluta 13 mörk á móti neðri hluta 6 mörk á móti falliðum Markahæstu mánuðir: 5 mörk í maí 4 mörk í september 4 mörk í ágúst 4 mörk í júní Flest mörk á móti einstökum liðum: 5 mörk á móti ÍA 3 mörk á móti ÍBV 2 mörk á móti Breiðabliki 2 mörk á móti KR 2 mörk á móti Víkingi R.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... UMF Grindavík Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira